
Steinunn Þórarinsdóttir: Maður
15.990 kr.Nýtt og veglegt yfirlitsrit um list Steinunnar Þórarinsdóttur. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Steinunnar, auk þess sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um listferil hennar og verk frá fjölbreyttum sjónarhornum. Snæfríð Þorsteins hannaði. Bókin inniheldur um 250 myndir af verkum Steinunnar, auk annarra mynda frá ferli hennar.

Guðrún Bergsdóttir – Hugarheimar / Inner Worlds
8.990 kr.Hugarheimar er bók um útsaumslistakonuna Guðrúnu Bergsdóttur. Guðrún var fædd árið 1970 og lést í janúar 2024. Hún var fædd með fötlun sem setti mark sitt á líf hennar en hindraði hana þó ekki í að gera einstök útsaumslistaverk þar sem flæða saman litir og form, sprottin úr hennar hugarheimi. Bókin inniheldur myndir af verkum Guðrúnar, auk greina um verk hennar og feril eftir Aðalstein Ingólfsson, Margréti M. Norðdahl og Eggert Pétursson. Harpa Björnsdóttir ritstýrði og Ármann Agnarsson hannaði.
