














Hrollvekjur
14.990 kr.Hrollvekjur hefur að geyma úrval hryllingssagna, átta sögur eftir sjö höfunda frá ýmsum löndum, með myndum eftir Alfreð Flóka. Hér er að finna tvær sögur eftir meistara hrollvekjunnar, Edgar Allan Poe, einnig sögur eftir tvo aðra bandaríska höfunda og einn þýskan, þá eru sögur frá Spáni og Uruguay og loks saga eftir danskan nútímahöfund. Allt eru þetta snjallir höfundar á þessu sviði og ekki spilla hinar frábæru myndir Flóka áhrifunum: gáfa hans nýtur sín hvergi betur en við verkefni af þessu tagi. Þýðingar sagnanna eru einkar vandaðar, þýðendur eru Þórbergur Þórðarson, Guðbergur Bergsson, Úlfur Hjörvar, Árni Björnsson og Ingibjörg M. Alfreðsdóttir.





Ljóð vega gerð
4.990 kr.Ljóð vega gerð er þriðja og síðasta bindi Ljóðvegasafns Sigurðar Pálssonar. Hann vakti snemma athygli fyrir persónulegan og ferskan ljóðstíl.
Fyrri bækur hans tvær, Ljóð vega salt og Ljóð vega menn eru meðal þess lífvænlegasta í íslenskum skáldskap síðustu ára. Í þessari nýju bók eru eins og í hinum fyrri ljóðaflokkar þar sem mismargar atrennur eru gerðar að einhverju heildarviðfangsefni enda þótt hvert ljóð standi sem sjálfstæð heild.
Yrkisefnin eru fjölbreytt og skírskotanir margvíslegar. Við sjáum að bernskuslóðir, höfuðborg og heimsborg eru enn á sínum stað og sömuleiðis hugsun Sigurðar um tíma og rými og ferðalag í margs konar skilningi.
Tungumálið er krafið sagna um sjálft sig og okkur hin og vegferð okkar á ljóðvegum.




