
Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi
1.290 kr.Paul Gaimard átti tvær heimsreisur að baki þegar hann kom eins og stormsveipur til Íslands sumrin 1835 og 1836. Hér stýrði hann mestu vísindaúttekt sem gerð hafði verið á þessari eyju sem fáir þekktu og lét teikna myndir sem gefa einstaka innsýn í lífið á Íslandi á þessum tíma. Gaimard vann hug og hjörtu landsmanna með því að læra íslensku og sýna þeim einlægan áhuga. En þrátt fyrir að hafa verið þekktur maður á sinni tíð eru bæði hann og leiðangrar hans að mestu gleymdir.
Í Maðurinn sem Ísland elskaði er saga þessara stórmerku leiðangra rakin og jafnframt sagt frá ævintýralegu lífshlaupi á tímum mælinga heimsins. Byggt er á ýmsum gögnum sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir áður, þar á meðal dagbókum Gaimards, og dregin upp ljóslifandi mynd af fólki, stöðum og heimssögunni á fyrri hluta nítjándu aldar. Um eitt hundrað myndir prýða bókina.
Árni Snævarr lærði sögu í Frakklandi og á Íslandi, stundaði blaðamennsku um árabil og hefur undanfarin ár unnið hjá alþjóðastofnunum og er nú búsettur í Brussel. Við vinnslu bókarinnar kannaði hann frönsk skjalasöfn og heimsótti helstu staði sem við sögu koma á Íslandi og í Frakklandi.

Svipur brotanna: Líf og list Bjarna Thorarensen
2.990 kr.Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga. Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum.
Um leið var hann eitt þeirra þjóðskálda 19. aldar sem reyndu að efla sjálfsvitund landsmanna og menningarlegt og pólitískt forræði innan þess fjölþjóðlega danska konungsríkis sem þeir voru þá hluti af.
Undanfarna áratugi hefur lítið farið fyrir Bjarna og ljóðum hans. Sum þeirra lifa að vísu sjálfstæðu lífi í íslensku umhverfi, menningu og tungumáli en bera oft sama svip og veðraður og mosagróinn legsteinn Bjarna. Þar gildir einu hvort fjallkonan á í hlut, ekið er um Gullinbrú í Grafarvogi, gripið er til orðtaksins um að Ísalands óhamingju verði allt að vopni eða rætt um kynlega kvisti mannlífsins. Hvaðan koma þessi orð og fyrirbæri, í hvaða samhengi stóðu þau upphaflega og hver var höfundur þeirra? Í þessari bók er rýnt í líf og list Bjarna.
Þórir Óskarsson er bókmenntafræðingur og hefur um langt skeið sinnt rannsóknum á íslenskum bókmenntum 19. aldar.




Ég skapa – þess vegna er ég
1.990 kr.Þórbergur Þórðarson fjallaði mikið um sjálfan sig í sínum skrifum, en líka samferðafólk, hugmyndir samtímans, trúarbrögð og stjórnmál.
Mörk skáldskapar og ævisögu eru ekki glögg en stíllinn og listfengið í frásögninni hafa tryggt vinsældir bóka hans.
Soffía Auður Birgisdóttir hefur lengi rannsakað skrif Þórbergs. Ég skapa – þess vegna er ég er aðgengilegt rit um skrif þessa makalausa ritsnillings, Þórbergs Þórðarsonar. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbers.

















