
Jarðtengd norðurljós
4.590 kr.Jarðtengd norðurljós inniheldur áður óbirt ljóð af ýmsu tagi, óbundin, háttbundin og yrkisefnin fjölbreytileg.

Dreymt bert
5.990 kr.Dreymt bert hefur að geyma prósaljóð og/eða örsögur sem áður hafa birst í bókum Þórarins Eldjárns.
Hér fá textarnir að viðra sig í nýju samhengi og í samspili við nýjar myndir eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur.
„Smáprósar Þórarins standa föstum fótum í raunveruleikanum og þurfa samt ekki á honum að halda; í þeirri þversögn blómstrar Þórarinn. Skemmtir þar sjálfum sér og lesendum“ segir Jón Kalman Stefánsson í káputexta.

Tættir þættir (notuð)
1.990 kr.Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfíflið, Kristmann og Ursus. Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár.Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfífllið, Kristmann og Ursus, Guðlast í húsi biskups, Köttur frá Steini, Að vega nema og muna, Í safninu. 

Landnámur
2.490 kr.Sögurnar þrjár sem hér birtast fjalla allar um einhvers konar landnám, síðbúið, vanbúið eða hreinlega búið.
Brauðið er upphafskafli Skuggabox (1988) en hefur lifað sjálfstæðu lífi.
Í Keflvíkingasögu (1992) og Önsu (1998) er landnámsþemað síðan spunnið áfram út frá óvenjulegri þráðarsjón.

Eins og vax
2.490 kr.Eins og vax birtist upphaflega í samnefndu smásagnasafni (2002).
Rakin er saga Vaxmyndasafnsins (1951-1971) eftir bestu heimildum og skýrt frá merkum uppákomum og dularfullum atvikum úr þeirri sögu.
Hér birtist sagan endurbætt, aukin og myndskreytt.



100 kvæði – Þórarinn Eldjárn
6.690 kr.Bókin 100 kvæði inniheldur mörg af þekktustu og dáðustu kvæðum Þórarins Eldjárns
Kristján Þórður Hrafnsson valdi kvæðin.

