-
Ragnarök undir jökli
8.290 kr.Ragnarrök undir jökli er saga um dramb og firringu, vanmátt, von og miskunnarleysi örlaganna.
Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar.
Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Hann og fylgjendur hans eru reiðubúnir að berjast fyrir frelsi sínu. Reiðubúnir að láta sverfa til stáls.
Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.
Ragnarök undir jökli er sjálfstætt framhald af Stóra bróður og önnur bókin í Kroníkuseríunni.
-
Draugamandarínur
4.590 kr.Hýðinu er flett af ávextinum. Fyrir innan leynist ýmislegt: matur, myrkur, minningar. Fyrir utan: vökult auga.
Draugamandarínur fjallar um hvað það merkir að gefa af sér. Verkið skoðar, í gegnum hrylling, smáatriði og rytma, þá athöfn sem fer fram þegar matar er neytt. Líkaminn skipar mikilvægan sess í textanum, horft er inn á við eins og í gegnum röntgengeisla og þar má meðal annars sjá sársauka, hungur og aldinkjöt.
„Birgitta dregur tjöldin frá, tendrar ljós.“
– Brynja Hjálmsdóttir -
Hyldýpi
4.890 kr.Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu.
Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Dögg og Sarah, sem er ungur og frakkur læknir frá Brooklyn í New York, starfa báðar fyrir Lækna án landamæra og verða nánar vinkonur meðan þær takast á við hörmungarnar í flóttamannabúðunum þar sem þær starfa. Dögg fellir hug til yfirlæknis á svæðinu sem heitir Omar Mohammed. Dag einn fara Omar, Sarah og Dögg í sendiför til borgarinnar Nyala en sú för hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Mitt í hringiðu afkomuótta Kristjáns og kvíðakasta fær hann í hendurnar tvö athyglisverð mál. Annars vegar mál fylgdarlauss barns frá Súdan og hins vegar líkamsárásarmál ungs Pólverja sem heitir Pawel Nowak en sá á vægast sagt vafasama fortíð.
Eitt örlagaríkt kvöld eltir fortíð Pawels hann uppi og áður en hann veit af hafa meðlimir harðsvíraðra glæpasamtaka hann undir smásjánni. Uppgjör við fortíðina dregur dilk á eftir sér og Pawel dregst inn í atburðarás sem hann ræður engan veginn við.
Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Með afdrifaríkum hætti.
-
Við tölum ekki um þetta
4.390 kr.Gríðarlega áhrifarík, hugrökk, erfið og átakanleg saga andspænis hinu versta sem getur gerst.
Hér vefur Alejandro Palomas kyrrlátan og rafmagnaðan þráð svo úr verður saga sem rekur erfiðar bernskuminningar, einstakt samband hans við móður sína, skugga ósýnilegs föður og óheft ímyndunaraflið. Þetta er einlægur vitnisburður manns sem valdi að lifa – þökk sé ástríðu hans fyrir að skrifa sögur. Af blaðsíðunum stafar blíðu og kímni, trega og ást.
Skáldskapurinn gerði honum kleift að skapa ímyndaða veröld sem var betri en myrkrið sem umlukti hann og í gegnum árin hefur þessi skáldskapur hjálpað honum að finna orðin til að segja frá sannleikanum – öllum sannleikanum.
„Og sannleikurinn er sá að án allra þessara kvenna í lífi mínu hefði ég líklega ekki faðmað aftur.“
Algerlega mögnuð bók
-
Rauði krossinn á Íslandi: 100 ára saga
3.990 kr.Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður árið 1924. Hugsun stofnendanna var að bæta úr brýnni þörf í íslensku samfélagi fyrir betri og faglegri heilbrigðisþjónustu. Á þeirri öld sem Rauði krossinn hefur starfað á Íslandi hefur hann haft grundvallaráhrif á þróun samfélagsins og viðhorf almennings til aðstoðar við þá sem eru í neyð og vanda, hvar á jörðinni sem þeir búa.
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur í þessari veglegu og ríkulega myndskreyttu bók sögu Rauða krossins í heila öld og bregður upp margrbrotinni mynd af fjöldahreyfingu sem lætur sér fátt óviðkomandi. Bókin er um leið virðingarvottur við þær þúsundir sem í áranna rás hafa ljáð félaginu krafta sína með óeigingjörnu sjálfboðastarfi og þannig stuðlað að bættu samfélagi.