• Hóras prins af Hákoti

    Hóras prins af Hákoti

    Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu og er um tíma formaður 17. nefndar Reykjavíkurborgar og síðar forsætisráðherra en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Hóras prins af Hákoti er drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Geðhrærivélar

    Geðhrærivélar

    Ljóðskáldið Árni Jakob Larsson er fæddur í Reykjavík árið 1943. Fyrsta bók hans, Uppreisnin í grasinu kom út árið 1972. Árni hefur í áratugi notið viðurkenningar sem rithöfundur og ljóðskáld. Geðhrærivélar er sextánda bók höfundar.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Brimurð

    Brimurð

    Brimurð er áttunda bók höfundar. Ástvinamissir er ávallt sár, hvort heldur sá sem hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa.

    Brimurð er tileinkuð öllum dýravinum og eigendum þeirra, dýrunum, sem auðga lífið jafnt að fegurð, dýpt og gleði.

    „Með síðustu tveimur ljóðabókum sínum, Varurð og Einurð, hefur Draumey Aradóttir markað sér bás meðal áhugaverðustu ljóðskálda á Íslandi.“
    Soffía Auður Birgisdóttir

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Varurð

    Varurð

    Varurð er sjötta bók höfundar. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst lesendum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans; allt frá upptökum hans að óumflýjanlegum átökunum við hann. Nestuð áræði, einlægni og varurð er áfangastaðurinn lang­þráð frelsið, friðurinn og fögnuðurinn sem bíður þeirra sem fletta af sér öllu því sem þeir töldu sig vera og kasta sér kviknaktir út í ógn­vekjandi eldskírnina.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Einurð

    Einurð

    Einurð er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á viðkvæmasta skeiði hans – í móðurlífinu. Lokaljóð bókarinnar, sem er í senn meginstef og niðurstaða verksins, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka 2023.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Að innan erum við bleik
  • Fegurðin í flæðinu
  • Óljós

    Óljós

    Þetta er saga sem var skrifuð til þess að hún yrði ekki birt og myndi gleymast. Enginn átti nokkru sinni að lesa hana. Eiginlegur tilgangur sögunnar var einmitt sá að koma ekki fyrir sjónir lesenda. Hún dregur fram í sviðsljósið það sem við höfum öll ímugust á: hversdagsleikann, merkingarleysið, átakanleika þess að vera hugsandi manneskja í veröld án ramma, án stefnu, án markmiðs.

    5.490 kr.
    Setja í körfu