• Indjáninn

    Indjáninn

    Indjáninn er saga um fjörmikinn strák, örverpi aldraðra foreldra. Drengurinn á við ýmis vandamál að stríða sem valda honum erfiðleikum í uppvextinum, svo sem ofvirkni, athyglisbrest, rautt hár og nærsýni. Hann er hugmyndaríkur og margvísleg uppátæki hans, sum stórhættuleg, vekja litla lukku hjá hinum fullorðnu. Þetta er áhrifamikil uppvaxtarsaga sem sveiflast á milli strákslegrar gleði og nístandi einmanaleika þess sem ekki er alltaf í takt við umhverfið, en jafnframt er hér brugðið upp ljóslifandi mynd af samfélagi áttunda áratugarins frá sjónarhorni barnsins.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Lífið er undantekning

    Lífið er undantekning

    Lífið er undantekning er níunda bók Sigurlínar Bjarneyjar. Fjölbreytt ljóðabók í efni og formi eftir eitt af okkar athyglisverðustu skáldum, sem síðast sendi frá sér nóvelluna Sólrúnu (2022) sem vakti mikla athygli.

    Við skulum faðmast inni og úti,

    uppi á heiði, úti í móa, í fjöru, ofan í dal,

    uppi á fjalli og í fjallshlíð,

    í grænni lautu, á gróinni umferðareyju, eyðieyju, eldfjalli,

    jökli, í snjóhúsi

    djúpt ofan í myrkum skógi

    við fossa, læki og vötn (uppistöðulón)

    í sjónum

    í náttúrulaugum og hverum

    byggðasafninu á Skógum

    á veiðilendum

    á söguslóðum, hálendi, láglendi

    skrúðgörðum og kartöflugörðum

    innan um rabarbara

    með mosa í hárinu og mold á milli tánna

    6.890 kr.
    Setja í körfu
  • Hlaðan

    Hlaðan

    Bergsveinn Birgisson ákveður að endurbyggja hlöðu forfeðra sinna norður á Ströndum sem er komin að hruni. Það fær hann til þess að hugsa um heiminn og stöðu mannsins í honum. Útkoman er ferðalag um tíma og rúm, andlegt sem raunverulegt, í bók sem er engri annarri lík.

    Hvernig það æxlaðist, að ég færi að taka yfir bæ ömmu minnar og afa hér á hjara veraldar, sem eru löngu dáin, er óþarfi að rekja í þaula. Það gerðist helst vegna þess að ég var sá eini sem sýndi áhuga og fór að laga þá parta sem bersýnilega voru að hrynja, ég fór að dútla við þetta í fráhvarfi mínu frá heiminum, það tengdi mig við heiminn.

    Bergsveinn Birgisson skrifar bréf til dóttur sinnar, og rifjar upp hugmyndir manna í fortíðinni um hvernig best sé að haga lífinu, um leið og hann tekst á við hin daglegu verkefni við endursmíð hlöðunnar, og freistar þess sömuleiðis að horfa til framtíðar. Þá fléttast Strandamenn, lífs og liðnir, inn í frásögnina, sumir koma í heimsókn en aðrir rétta hjálparhönd.

    Bergsveinn Birgisson er einn vinsælasti og virtasti rithöfundur landsins og bækur hans koma út um allan heim. Meðal þeirra má nefna verðlaunabækurnar Leitin að svarta víkingnum, Þormóður Torfason, Landslag er aldrei asnalegt og Svar við bréfi Helgu.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Emilía

    Emilía

    Ég sé fyrir mér hvern krók og kima, litirnir hafa ekkert dofnað, ég finn meira að segja lyktina, heyri hljóðin í húsinu … Eftir að ég flutti út steig ég aldrei fæti þangað inn aftur og ætla mér ekki að gera það.

    Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu.

    Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu. Bækur hans hafa selst í meira en fimm milljónum eintaka og eru margverðlaunaðar.

    7.790 kr.
    Setja í körfu
  • Bók vikunnar

    Bók vikunnar

    Húni er nýkominn til borgarinnar þegar honum býðst starf á litlu skóverkstæði í Reykjavík meðfram námi í háskólanum. Gamli skósmiðurinn lést fyrir skömmu og Húni fær það hlutverk að afgreiða ósótta skó til viðskiptavina.

    Húni kemur úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann og á því nokkuð erfitt með að fóta sig í bænum. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Dag einn þegar hann situr á skóverkstæðinu fær hann hugmynd sem gæti bæði unnið hjarta Júlíu en um leið uppfyllt draum hans um að setja mark sitt á menningarlífið í borginni.

    Snæbjörn Arngrímsson hefur áður vakið athygli fyrir óvenjulegar glæpasögur, en nú hefur hann skrifað annars konar bók – Bók vikunnar. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sög­unni leyndardómsfullan blæ.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Rigning í nóvember

    Rigning í nóvember

    Kona fer í ferðalag austur á land eftir að maðurinn hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu. Með í för er fimm ára heyrnarlaus sonur vinkonu hennar en tilgangur ferðarinnar er að finna stað fyrir sumarbústað sem hún hefur unnið í happdrætti.

    Síðasta skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn, meðal annars hlotið ein tólf virt bókmenntaverðlaun í Frakklandi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Vöggudýrabær

    Vöggudýrabær

    Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem voru vistuð þar framan af barnæskunni.
    Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Svar við bréfi Helgu

    Svar við bréfi Helgu

    Svar við bréfi Helgu er einhver vinsælasta skáldsaga síðustu ára. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut auk þess bóksalaverðlaunin. Bókin kom fyrst út árið 2010 en hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, sett á svið og nú síðast kvikmynduð.

    Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Dreggjar dagsins

    Dreggjar dagsins

    Stevens, bryti á ensku yfirstéttarsetri, hefur alla tíð sett starfið og hollustu við herra sína ofar öllu. Hinar fastmótuðu samskiptareglur þjóns og herra hafa verið kjölfesta lífs hans. Nú hafa aðstæður breyst. Bandarískur auðmaður með sérkennilegt skopskyn hefur keypt setrið. Nýja herranum fylgja nýir siðir sem kippa fótunum undan Stevens. Hið fastmótaða samband þjóns og herra fer úr skorðum og verður uppspretta áleitinna spurninga um ábyrgð mannanna á eigin lífi.

    Dreggjar dagsins er framúrskarandi vel skrifuð og hrífandi skáldsaga og hefur hvarvetna vakið gífurlega athygli. Á yfirborðinu ríkir svotil fullkomin ró en undir niðri býr ógnvekjandi kraftur sem á upptök sín í lífstíðar langri sjálfsblekkingu Stevens.

    Bókin hlaut eftirsóttustu bókmenntaverðlaun — Breta Booker verðlaunin — 1989 og hefur setið á metsölulistum víða um heim.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Beckomberga-geðsjúkrahúsið

    Beckomberga-geðsjúkrahúsið

    Þegar Jimmie Darling er vistaður á Beckomberga-geðsjúkrahúsinu fer dóttir hans, Jackie, að eyða sífellt meiri tíma þar, og eftir að móðirin fer úr landi verður sjúkrahúsið hennar heimur. Þar er Edvard Winterson læknir sem tekur með sér Jim og sérvalda sjúklinga á hverri nóttu í partí niður í bæ, hjúkrunarkonan Inger Vogel sem fetar hárfína línu reglu og eyðileggingar í samskiptum og hin raunamædda en aðlaðandi Sabina. Þar er líka Paul og ástin, hin raunverulega geðveiki.

    Beckomberga-geðsjúkrahúsið er heillandi frásögn um baráttuna og drauminn við að halda fólki
 í birtunni, um vanmátt foreldra og barna, um ótta og dauðageig. Í þessari seiðmögnuðu og hrífandi skáldsögu verður sjúkrahúsið táknmynd samfélags sem í senn reynir að halda utan um þá veiku en líka halda þeim fjarri.

    Sara Stridsberg er einn virtasti rithöfundur Svíþjóðar, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007 og hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga, ekki síst fyrir Beckomberga-geðsjúkrahúsið.

    Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Öfugsnáði

    Öfugsnáði

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Friðþæging

    Friðþæging

    Það er heitasti dagur sumarsins 1934 þegar 13 ára strákur, Briony, sér systur sína, Cecili, afklæðast og baða sig úti í garði á sveitasetri þeirra. Robbie Turner, æskuvinur hennar, stendur og horfir á.

    Áður en næsti dagur rennur upp hefur líf þeirra þriggja tekið algjöra kollsteypu.

    Friðþæging er í hópi meistaraverka hins virta breska rithöfundar Ian McEwans og hefur sópað til sín margvíslegum viðurkenningum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Silfurkrossinn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Frá gósenlandinu

    Frá gósenlandinu

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fyrir Lísu

    Fyrir Lísu

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Saga Borgarættarinnar
  • Seint og um síðir

    Seint og um síðir

    Þessi bók geymir þrjár firnasterkar sögur sem eiga sameiginlegt að fjalla um samskipti kynjanna.

    Í titilsögunni Seint og um síðir fylgjum við Cathal fara inn í helgina á meðan hann rifjar upp samskipti sín við unnustuna sem rann honum úr greipum. Í Langur og kvalafullur dauðdagi kemur rithöfundur í sumarhús Heinrichs Böll til að dvelja við skriftir, en ágengur aðkomumaður raskar ró hennar, og í sögunni Suðurskautið ákveður gift kona í helgarferð að sleppa fram af sér beislinu og upplifa hvernig það sé að sofa hjá öðrum manni.

    Allar sögurnar skoða hvernig væntingar, tilætlunarsemi og undirliggjandi hætta á ofbeldi lita samskipti fólks.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Grænmetisætan

    Grænmetisætan

    Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir ,,ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún meðal annars hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sigurför um heiminn.

    Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2017 og hlaut mikið lof. Meðal annars völdu bóksalar hana sem bestu þýddu skáldsögu ársins. Han Kang var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sama ár. Grænmetisætan er endurútgefin í tilefni af Nóbelsverðlaununum.

    Yeong-Hye og eiginmaður hennar lifa afar venjulegu lífi. Hann vinnur á skrifstofu en hún sinnir húsmóðurhlutverkinu af skyldu fremur en áhuga.

    Dag einn ákveður hún að gerast grænmetisæta. ,,Mig var að dreyma,“ er eina skýringin sem hún gefur – í samfélagi þar sem það er bæði hneyksli og skammarlegt að borða ekki kjöt.

    Ingunn Snædal þýddi.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Næturvaktin

    Næturvaktin

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Laugardagur

    Laugardagur

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hjarta mannsins
  • Meira

    Meira

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Vélar eins og ég

    Vélar eins og ég

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Við

    Við

    Lífefnafræðingurinn Douglas Petersen reynir að bjarga hjónabandinu með því að leggja upp í mikla menningarreisu um Evrópu ásamt eiginkonu og syni.

    Á ferð um París, Amsterdam, Feneyjar og Flórens skerast í leikinn óður harmóníkuleikari, fjölþjóðlegir vopnasalar og lögreglan, og sú spurning verður áleitin hvort menningarreisur séu heppilegar til að bjarga hjónaböndum og bæta sambandið við börnin.

    990 kr.
    Setja í körfu