• Indjáninn

    Indjáninn

    Indjáninn er saga um fjörmikinn strák, örverpi aldraðra foreldra. Drengurinn á við ýmis vandamál að stríða sem valda honum erfiðleikum í uppvextinum, svo sem ofvirkni, athyglisbrest, rautt hár og nærsýni. Hann er hugmyndaríkur og margvísleg uppátæki hans, sum stórhættuleg, vekja litla lukku hjá hinum fullorðnu. Þetta er áhrifamikil uppvaxtarsaga sem sveiflast á milli strákslegrar gleði og nístandi einmanaleika þess sem ekki er alltaf í takt við umhverfið, en jafnframt er hér brugðið upp ljóslifandi mynd af samfélagi áttunda áratugarins frá sjónarhorni barnsins.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Lífið er undantekning

    Lífið er undantekning

    Lífið er undantekning er níunda bók Sigurlínar Bjarneyjar. Fjölbreytt ljóðabók í efni og formi eftir eitt af okkar athyglisverðustu skáldum, sem síðast sendi frá sér nóvelluna Sólrúnu (2022) sem vakti mikla athygli.

    Við skulum faðmast inni og úti,

    uppi á heiði, úti í móa, í fjöru, ofan í dal,

    uppi á fjalli og í fjallshlíð,

    í grænni lautu, á gróinni umferðareyju, eyðieyju, eldfjalli,

    jökli, í snjóhúsi

    djúpt ofan í myrkum skógi

    við fossa, læki og vötn (uppistöðulón)

    í sjónum

    í náttúrulaugum og hverum

    byggðasafninu á Skógum

    á veiðilendum

    á söguslóðum, hálendi, láglendi

    skrúðgörðum og kartöflugörðum

    innan um rabarbara

    með mosa í hárinu og mold á milli tánna

    6.890 kr.
    Setja í körfu
  • Hlaðan

    Hlaðan

    Bergsveinn Birgisson ákveður að endurbyggja hlöðu forfeðra sinna norður á Ströndum sem er komin að hruni. Það fær hann til þess að hugsa um heiminn og stöðu mannsins í honum. Útkoman er ferðalag um tíma og rúm, andlegt sem raunverulegt, í bók sem er engri annarri lík.

    Hvernig það æxlaðist, að ég færi að taka yfir bæ ömmu minnar og afa hér á hjara veraldar, sem eru löngu dáin, er óþarfi að rekja í þaula. Það gerðist helst vegna þess að ég var sá eini sem sýndi áhuga og fór að laga þá parta sem bersýnilega voru að hrynja, ég fór að dútla við þetta í fráhvarfi mínu frá heiminum, það tengdi mig við heiminn.

    Bergsveinn Birgisson skrifar bréf til dóttur sinnar, og rifjar upp hugmyndir manna í fortíðinni um hvernig best sé að haga lífinu, um leið og hann tekst á við hin daglegu verkefni við endursmíð hlöðunnar, og freistar þess sömuleiðis að horfa til framtíðar. Þá fléttast Strandamenn, lífs og liðnir, inn í frásögnina, sumir koma í heimsókn en aðrir rétta hjálparhönd.

    Bergsveinn Birgisson er einn vinsælasti og virtasti rithöfundur landsins og bækur hans koma út um allan heim. Meðal þeirra má nefna verðlaunabækurnar Leitin að svarta víkingnum, Þormóður Torfason, Landslag er aldrei asnalegt og Svar við bréfi Helgu.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Emilía

    Emilía

    Ég sé fyrir mér hvern krók og kima, litirnir hafa ekkert dofnað, ég finn meira að segja lyktina, heyri hljóðin í húsinu … Eftir að ég flutti út steig ég aldrei fæti þangað inn aftur og ætla mér ekki að gera það.

    Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu.

    Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu. Bækur hans hafa selst í meira en fimm milljónum eintaka og eru margverðlaunaðar.

    7.790 kr.
    Setja í körfu
  • Bók vikunnar

    Bók vikunnar

    Húni er nýkominn til borgarinnar þegar honum býðst starf á litlu skóverkstæði í Reykjavík meðfram námi í háskólanum. Gamli skósmiðurinn lést fyrir skömmu og Húni fær það hlutverk að afgreiða ósótta skó til viðskiptavina.

    Húni kemur úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann og á því nokkuð erfitt með að fóta sig í bænum. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Dag einn þegar hann situr á skóverkstæðinu fær hann hugmynd sem gæti bæði unnið hjarta Júlíu en um leið uppfyllt draum hans um að setja mark sitt á menningarlífið í borginni.

    Snæbjörn Arngrímsson hefur áður vakið athygli fyrir óvenjulegar glæpasögur, en nú hefur hann skrifað annars konar bók – Bók vikunnar. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sög­unni leyndardómsfullan blæ.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Seint og um síðir

    Seint og um síðir

    Þessi bók geymir þrjár firnasterkar sögur sem eiga sameiginlegt að fjalla um samskipti kynjanna.

    Í titilsögunni Seint og um síðir fylgjum við Cathal fara inn í helgina á meðan hann rifjar upp samskipti sín við unnustuna sem rann honum úr greipum. Í Langur og kvalafullur dauðdagi kemur rithöfundur í sumarhús Heinrichs Böll til að dvelja við skriftir, en ágengur aðkomumaður raskar ró hennar, og í sögunni Suðurskautið ákveður gift kona í helgarferð að sleppa fram af sér beislinu og upplifa hvernig það sé að sofa hjá öðrum manni.

    Allar sögurnar skoða hvernig væntingar, tilætlunarsemi og undirliggjandi hætta á ofbeldi lita samskipti fólks.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Grænmetisætan

    Grænmetisætan

    Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir ,,ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún meðal annars hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sigurför um heiminn.

    Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2017 og hlaut mikið lof. Meðal annars völdu bóksalar hana sem bestu þýddu skáldsögu ársins. Han Kang var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sama ár. Grænmetisætan er endurútgefin í tilefni af Nóbelsverðlaununum.

    Yeong-Hye og eiginmaður hennar lifa afar venjulegu lífi. Hann vinnur á skrifstofu en hún sinnir húsmóðurhlutverkinu af skyldu fremur en áhuga.

    Dag einn ákveður hún að gerast grænmetisæta. ,,Mig var að dreyma,“ er eina skýringin sem hún gefur – í samfélagi þar sem það er bæði hneyksli og skammarlegt að borða ekki kjöt.

    Ingunn Snædal þýddi.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Hús dags, hús nætur

    Hús dags, hús nætur

    Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu, og með aðstoð Mörtu, hins dularfulla nágranna síns, streyma sögurnar fram – til dæmis af lífi dýrlingsins sem bærinn dýrkar, af manninum sem vinnur allar spurningakeppnir í útvarpinu á hverjum degi og af þeim sem olli alþjóðlegri spennu með því að deyja á landamærunum, með annan fótinn á pólskri grund en hinn á tékkneskri. Sérhver saga er eins og múrsteinn í sögu bæjarins sem smám saman hlaðast upp og spegla enn stærri mynd.

    Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2022. Olga fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2018.

    Árni Óskarsson þýddi.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Í skugga trjánna
  • rondó

    rondó

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Rifsberjadalurinn

    Rifsberjadalurinn

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Fíasól í logandi vandræðum
  • Ég færi þér fjöll
  • Fóstur

    Fóstur

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Smámunir sem þessir

    Smámunir sem þessir

    4.190 kr.
    Setja í körfu