 - Rigning í nóvember990 kr.- Kona fer í ferðalag austur á land eftir að maðurinn hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu. Með í för er fimm ára heyrnarlaus sonur vinkonu hennar en tilgangur ferðarinnar er að finna stað fyrir sumarbústað sem hún hefur unnið í happdrætti. - Síðasta skáldsaga Auðar Övu, Afleggjarinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn, meðal annars hlotið ein tólf virt bókmenntaverðlaun í Frakklandi. 
 - Vöggudýrabær1.490 kr.- Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem voru vistuð þar framan af barnæskunni. 
 Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.
 - Svar við bréfi Helgu990 kr.- Svar við bréfi Helgu er einhver vinsælasta skáldsaga síðustu ára. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut auk þess bóksalaverðlaunin. Bókin kom fyrst út árið 2010 en hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, sett á svið og nú síðast kvikmynduð. - Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom. 
 - Dreggjar dagsins3.990 kr.- Stevens, bryti á ensku yfirstéttarsetri, hefur alla tíð sett starfið og hollustu við herra sína ofar öllu. Hinar fastmótuðu samskiptareglur þjóns og herra hafa verið kjölfesta lífs hans. Nú hafa aðstæður breyst. Bandarískur auðmaður með sérkennilegt skopskyn hefur keypt setrið. Nýja herranum fylgja nýir siðir sem kippa fótunum undan Stevens. Hið fastmótaða samband þjóns og herra fer úr skorðum og verður uppspretta áleitinna spurninga um ábyrgð mannanna á eigin lífi. - Dreggjar dagsins er framúrskarandi vel skrifuð og hrífandi skáldsaga og hefur hvarvetna vakið gífurlega athygli. Á yfirborðinu ríkir svotil fullkomin ró en undir niðri býr ógnvekjandi kraftur sem á upptök sín í lífstíðar langri sjálfsblekkingu Stevens. - Bókin hlaut eftirsóttustu bókmenntaverðlaun — Breta Booker verðlaunin — 1989 og hefur setið á metsölulistum víða um heim. 
 - Beckomberga-geðsjúkrahúsið990 kr.- Þegar Jimmie Darling er vistaður á Beckomberga-geðsjúkrahúsinu fer dóttir hans, Jackie, að eyða sífellt meiri tíma þar, og eftir að móðirin fer úr landi verður sjúkrahúsið hennar heimur. Þar er Edvard Winterson læknir sem tekur með sér Jim og sérvalda sjúklinga á hverri nóttu í partí niður í bæ, hjúkrunarkonan Inger Vogel sem fetar hárfína línu reglu og eyðileggingar í samskiptum og hin raunamædda en aðlaðandi Sabina. Þar er líka Paul og ástin, hin raunverulega geðveiki. - Beckomberga-geðsjúkrahúsið er heillandi frásögn um baráttuna og drauminn við að halda fólki í birtunni, um vanmátt foreldra og barna, um ótta og dauðageig. Í þessari seiðmögnuðu og hrífandi skáldsögu verður sjúkrahúsið táknmynd samfélags sem í senn reynir að halda utan um þá veiku en líka halda þeim fjarri. - Sara Stridsberg er einn virtasti rithöfundur Svíþjóðar, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007 og hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga, ekki síst fyrir Beckomberga-geðsjúkrahúsið. - Tinna Ásgeirsdóttir þýddi. 
 
 - Friðþæging990 kr.- Það er heitasti dagur sumarsins 1934 þegar 13 ára strákur, Briony, sér systur sína, Cecili, afklæðast og baða sig úti í garði á sveitasetri þeirra. Robbie Turner, æskuvinur hennar, stendur og horfir á. - Áður en næsti dagur rennur upp hefur líf þeirra þriggja tekið algjöra kollsteypu. - Friðþæging er í hópi meistaraverka hins virta breska rithöfundar Ian McEwans og hefur sópað til sín margvíslegum viðurkenningum. 
 
 
 
 - Harmur englanna990 kr.- Tíminn er stundum bölvað kvikindi, færir okkur allt til þess eins að taka það burt aftur. Það eru þrjár vikur síðan strákurinn kom í Plássið með stórhættulegan skáldskap á bakinu og vegalengdin milli Bárðar og lífsins eykst miskunnarlaust með hverjum degi. - Jens landpóstur er kominn í Plássið, rétt slapp undan norðanvindinum þótt komið væri vor. Saman fara þeir strákurinn yfir að Vetrarströndinni, það eru apríllok og snjókoman tengir saman himin og jörð, þurrkar út áttirnar og landslagið. Hafi djöfullinn skapað eitthvað í þessum heimi, fyrir utan peningana, þá er það skafrenningur uppi á fjöllum. 
 
 
 
 
 
 
 - Við990 kr.- Lífefnafræðingurinn Douglas Petersen reynir að bjarga hjónabandinu með því að leggja upp í mikla menningarreisu um Evrópu ásamt eiginkonu og syni. - Á ferð um París, Amsterdam, Feneyjar og Flórens skerast í leikinn óður harmóníkuleikari, fjölþjóðlegir vopnasalar og lögreglan, og sú spurning verður áleitin hvort menningarreisur séu heppilegar til að bjarga hjónaböndum og bæta sambandið við börnin. 
 
 
 
 
 

