• Morgunn í maí

    Morgunn í maí

    „ . . . Ég orti þetta nánast í einni lotu, því ég vissi að ef ég hefði hætt í miðjum klíðum þá hefði ég ekki getað haldið tóninum. Afturámóti hefur þessi bók verið í mér lengur en nokkur önnur sem ég hef skrifað. Ég hef eiginlega verið að yrkja þessi ljóð í upp undir tuttugu ár eða frá því fyrsta ljóðabókin mín, Borgin hló, kom út árið 1958. Ástæðan til þess að ég hef ekki lagt út í að glíma við þetta verkefni fyrr en nú er sú, að ég varð að yrkja áður þær bækur sem ég hef nú gefið út til þess að geta fundið þann tón, sem ég tel að hæfi þessum ljóðaflokki . . .

    Á þessum árum hrundi veröldin í kringum okkur. Það gamla stóðst ekki þau átök sem þarna urðu og fæðingarhríðirnar urðu meiri en áður, þegar nýr tími hefur fæðst. Þessi nýi tími spratt úr óhugnanlegasta harmleik sem mannkynssagan þekkir. Okkur fannst því ástæða til að binda miklar vonir við það sem á eftir kæmi. En þessar vonir hafa einatt verið vonbrigði. Kannski vegna þess að það var gerð atlaga gegn mörgu því besta sem við höfðum fengið í arf, verðmætum sem hefði verið ástæða til að hlú betur að. En um það var ekki hugsað. Menn voru svo uppteknir af að byggja upp nýja veröld eftir stríðið. Í þessu stríði og þeim hrunadansi sem fylgdi í kjölfarið urðu sem sagt margvísleg gömul verðmæti að engu. Þeirra á meðal var hefðbundið íslenskt ljóðform sem var að vísu byrjað að úreldast og staðna, og gat ekki sótt endurnýjun í annað en andstæðu sína. Það er gömul saga. Þessi ljóðabók mín, Morgunn í maí, fjallar um þennan tíma, og það hefði verið fölsun frá minni hendi að yrkja hana í formi sem var með öllu andstætt andrúmi íslensks þjóðfélags um þetta leyti. Ég gat hvorki ort hana í hefðbundnu íslensku ljóðformi né óbundnu formi. Ég varð að finna nýtt form sem umgjörð um lífið í þessum ljóðum. Ég hef því leitað að fyrirmyndum bæði í formi nýs og gamals tíma. Andspænis gengishruninu reyni ég að halda mér í einn og einn stuðul eða eitt og eitt rímorð, svona einsog þegar maður nær taki á snös í fallinu og handlásar sig svo upp á brúnina aftur . . . En nú höfum við Erró leitað saman að þessum tíma…“

    Úr samtali Árna Þórarinssonar við M. J. í Vísi, okt. 1977.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði '84

    Kvæði ’84

    Í einni af fyrri ljóðabókum sínum segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist“.

    Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: hús þess.

    Kristján Karlsson er eitt af sérstæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokkuð seintökinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í örfáum orðum en með þessum ljóðlínum úr síðustu bók hans, – NEW YORK:

    Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls
    þess rök skulu geyma yður litla stund.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Tvö leikrit: Hart í bak og Sjóleiðin til Bagdad
  • Athvarf í himingeimnum
  • Lífdagatal

    Lífdagatal

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder
  • Kjarval – Málari lands og vætta
  • Nína – Í krafti og birtu
  • Eftirmáli regndropanna

    Eftirmáli regndropanna

    Undur og stórmerki!

    Fyrirbrigði sem Íslendingar þekkja vel af lestri og sumir af reynslu.

    Hvers vegna að tala um slíkt hér?

    Af því að þetta er sönn tveggja orða lýsing á þeirri skáldsögu sem hér birtist.

    Einar Már Guðmundsson er engum líkur. Eftirmáli regndropanna er þriðja skáldsaga hans og sögusviðið er lítið hverfi í Reykjavík, en gæti eins verið heimurinn – mannlíf, börn og fullorðnir, miklu fremur á valdi ytri afla en eigin kennda og langana. Og frá öllu er sagt með hinni hljóðlátu kímni sem einkennir svo þennan höfund.

    Orðstír Einars Más Guðmundssonar berst nú um útlönd. Báðar fyrri skáldsögur hans hafa verið þýddar á Norðurlandamál og hlotið góðar viðtökur. Hann er e.t.v. íslenskastur okkar ungu höfunda, en þær íslensku aðstæður sem hann lýsir fá ævinlega almenna skírskotun – snerta alla heimsbyggðina.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Aðeins eitt blóm
  • Kvæði 90

    Kvæði 90

    Kvæði 90, sjötta ljóðabók Kristjáns Karlssonar, er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga, og vísar það til þess sviðs sem á er horft.

    Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum.

    Hvað úr hverju, smám saman eða allt í einu muntu verða til, tvö forvitin augu
    sem koma í ljós einhvern góðviðrisdag við sjó
    2
    marglitir veggsteinar týndra borga
    liggja á víð og dreif í bláum sandi
    og ambergris, grár klumpur mör búrhvalsins og
    3
    festi í ilmvötn virði milljóna grotnar
    undir bakka en uppi yfir hring-
    sólar mávurinn vængjaður óstillandi grun
    (Þrjú fyrstu erindin úr kvæðinu Brim.)

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði 92

    Kvæði 92

    Í þessari bók leggur Kristján Karlsson meiri áherzlu á fjölbreytni en í nokkurri af fyrri bókum sínum allt frá hógværu og nákvæmu raunsæi til óhefts hugmyndaflugs. Samt liggur einn rauður þráður í gegnum þessa bók því að kvæði eftir kvæði fjallar um eðli og gildi skáldskaparins sjálfs í margskonar myndum og ýmist í gamni eða alvöru. Þessi kvæði binda bókina saman þrátt fyrir óvænt tilbrigði forms og efnis.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Umrenningar - síðara bindi
  • Umrenningar - fyrra bindi

    Umrenningar – fyrra bindi

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Monsjör Kíkóti

    Monsjör Kíkóti

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðaárbók 1989

    Ljóðaárbók 1989

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðaárbók 1988

    Ljóðaárbók 1988

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Austan Elivoga

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Banvæn kvöð

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Tilraun um manninn

    Tilraun um manninn

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Reyfari

    Reyfari

    Fátt er venjulegt við þessa bók. Reyfari – (Pulp) heitir hún án þess að vera það að öðru leyti en því að hún er mjög spennandi. Hún er undirheimasaga úr stórborg, Los Angeles, eftir hálfgildings utangarðsmann sem sendi frá sér á þriðja tug bóka, ljóða og skáldsagna sem flestar hafa orðið heimsfrægar. Hún er tileinkuð vondum pennum og þó er höfundur með betri pennum en ófagurt er orðbragðið. Flestar persónur eru ógeðfelldar, miklar í eigingirni sinni, þröngsýni og miskunnarleysi. Það á þó ekki við um allar persónurnar, síður en svo, og niðurstaðan verður ógleymanleg saga, jafnvel fögur á köflum.

    „Besta bók sem ég hef lesið á árinu – Pulp (Reyfari) eftir Bukowski,” segir Hallgrímur Helgason rithöfundur í viðtali við Mannlíf nóvember 1995.

    Charles Bukowski hefur tvo síðustu áratugi verið einn af þekktustu höfundum Bandaríkjanna. Reyfari er hans síðasta saga, hann rétt náði að ljúka við hana fyrir andlát sitt 1994. Margar af skáldsögum hans hafa verið kvikmyndaðar og er Barfly þekktust þeirra mynda.

    „Einhverntíma las ég það álit á Bukowski að hann væri einhver gróf eftirlíking af Henry Miller. Ekkert er fjær sanni, Bukowski er einfaldlega miklu betri höfundur, fyndnari og beinskeyttari, og laus við væmni og snobb sem oft loddi við Henry Miller.”
    Einar Kárason rithöfundur Pressunni 24. mars 1994.

    Bókina þýddi Gunnar Smári Egilsson.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Pantaljón og sérþjónustan
  • Morgunn í maí

    Morgunn í maí

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Vinarþel ókunnugra

    Vinarþel ókunnugra

    1.290 kr.
    Setja í körfu