




Eftir skjálftann
1.290 kr.„Ormur býr neðanjarðar. Hann er gríðarlega stór ormur. Þegar hann reiðist kemur hann af stað jarðskjálftum. Og einmitt núna er hann mjög, mjög reiður.“
Jarðskjálftinn í Kobe er miðdepill þessa smásagnasafns eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Skjálftinn er eins og bergmál löngu liðinna atburða sem nú brjótast fram úr sálardjúpinu og skekja tilveru fólks sem svo lengi hefur stigið afar varlega til jarðar.
Haruki Murakami er einn vinsælasti rithöfundur samtímans. Á síðustu árum hafa sögur hans vakið gífurlega athygli í Japan og víðast annars staðar í heiminum.
Uggi Jónsson þýddi.

Sæluvíma
1.290 kr.Sæluvíma er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar. Uggi Jónsson var tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðinguna. Fjórða bókin í áskriftarröð Angústúru.
Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða.
Sæluvíma sló í gegn í Bandaríkjunum þegar hún kom út árið 2014 og fyrir hana hlaut höfundurinn Kirkus-skáldskaparverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Nýja-Englands og Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, auk þess sem hún var valin ein af tíu bestu bókum ársins af The New York Times Book Review, tímaritinu TIME og Amazon. Sæluvíma hefur komið út í 15 löndum og er kvikmynd í bígerð.

Að borða Búdda
1.290 kr.Þegar Rauði her Maos Zedong flúði inn á hásléttu Tíbets í kínverska borgarastríðinu voru hermennirnir svo hungraðir að þeir rændu klaustrin í bænum Ngaba og víðar og borðuðu trúarlegar styttur úr byggmjöli og smjöri – og álitu að þeir væru að leggja sér sjálfan Búdda til munns. Róstur og skærur í héruðunum umhverfis Ngaba leiddu til þess að íbúarnir þar urðu eitt aðalhreyfiaflið í tíbesku andspyrnunni sem náði hámarki með sjálfsíkveikjum á götum úti á 21. öldinni.
Í Að borða Búdda varpar Barbara Demick ljósi á menningu sem hefur lengi verið rómantíseruð af Vesturlandabúum sem andleg og friðsamleg. Hún sýnir hvað það þýðir raunverulega að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita menningu sína, trú og tungumál fyrir óstöðvandi ofurvaldi, gripdeildum þess og viðvarandi kúgun.
„Kínverjar hafa þegar skipað nefnd sem á að velja næsta Dalai Lama. Ef við tökum ekki slaginn, þá verða þeir á undan okkur. Þeir finna einhvern sætan, lítinn, tíbeskan dreng sem þeir geta haft fulla stjórn á.“
Barbara Demick (f. 1959) er margverðlaunaður bandarískur blaðamaður, þekkt fyrir greinar sínar um mannréttindamál og efnahagsog samfélagslegt umrót í Austur-Evrópu og Asíu. Í Að borða Búdda fjallar Demick um þær afdrifaríku breytingar sem orðið hafa á tíbesku samfélagi frá innrás Kínverja í landið um miðja síðustu öld. Á íslensku hefur áður komið út eftir hana metsölubókin Engan þarf að öfunda: Daglegt líf í Norður-Kóreu.
