
Hvítt haf
990 kr.Hvítt haf lýsir á meistaralegan hátt örlagaríkum tíma í sögu Noregs. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar Hin ósýnilegu sem hefur hlotið mikið lof.
Árið 1944 hafa Þjóðverjar hertekið Noreg. Ingrid snýr aftur til æskustöðva sinna á Barrey sem hefur verið auð og yfirgefin. Hún býr sig undir kulda og einsemd vetrarins því hún þekkir eyjalífið. Fljótlega kemst hún þó að því að hún er ekki ein á eyjunni og á óvæntan hátt kemur ástin inn í líf hennar nokkrar kaldar vetrarvikur.
Roy Jacobsen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2017 hlaut hann, fyrstur norskra rithöfunda, tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna fyrir Hin ósýnilegu, en sú bók hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og kom út á íslensku 2019.
Jón St. Kristjánsson þýddi.

Hin ósýnilegu
990 kr.Hin ósýnilegu er sterk og áhrifamikil saga um horfinn veruleika, hugdirfsku og fagra en óblíða náttúru.
Ingrid elst upp á lítilli eyju við strönd Norður-Noregs snemma á síðustu öld. Heimur hennar er Barrey og fjölskyldan – foreldrar hennar, afi og frænka, litli frændinn, húsdýrin, fuglarnir, fiskarnir, stormar, ís og sjór. Einangruð veröld þar sem gestir gægjast þó af og til inn. Lífsbaráttan er hörð en fólkið á sínar vonir og framtíðardrauma. Faðirinn vill koma upp bryggju til að tengja eyna við umheiminn en náttúruöflin eru á öðru máli. Og svo taka óblíð örlögin í taumana og Ingrid þarf að berjast til að bjarga eynni sem hún hélt að hún gæti yfirgefið.
Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verk sín. Hin ósýnilegu var tilnefnd til alþjóðlegu Man Bookerverðlaunanna 2017, fyrst norskra bóka, og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál.
Jón St. Kristjánsson þýddi.

Ferðabíó herra Saitos (notuð)
1.990 kr.„Ég var getin á dansgólfi í Buenos Aires árið 1927.“
Þannig hefst saga Litu sem fæðist og elst upp í nunnuklaustri ásamt kornungri móður sinni sem hefur lítinn áhuga á barnauppeldi en elskar tangó og fallega skó. Líf mæðgnanna tekur óvænta stefnu þegar þær þurfa að flýja heimkynni sín og enda óvænt á afskekktri eyju undan ströndum Kanada þar sem þær fá inni á sjómannaheimilinu Betlehem. Smám saman kynnast þær samfélagi eyjarinnar og þar eignast Lita vinkonu í fyrsta skipti, hina heyrnarlausu Oonu McGregor. En þegar herra Saito mætir til eyjarinnar með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu og ekkert verður eins og áður.
Annette Bjergfeldt hefur hlotið afar góðar viðtökur fyrir Ferðabíó herra Saitos enda er hér á ferð heillandi saga með óvenjulegu sögusviði og eftirminnilegum persónum.
Jón St. Kristjánsson þýddi.

Heaven
3.890 kr.Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra. En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan.
Mieko Kawakami kom eins og ferskur andblær inn í fremur karllæga bókmenntahefð Japan með sinni fyrstu skáldsögu árið 2008. Síðan þá hefur hún unnið til fjölmargra virtra bókmenntaverðlauna og bækur hennar verið þýddar á yfir 30 tungumál.




