• Undrarútan

    Undrarútan

    Stór-stór-stór-kostleg bók eftir höfund Ótrúlegu sögunnar um risastóru peruna sem sló í gegn hjá íslenskum lesendum. Jakob Martin Strid var 15 ár að skrifa og teikna Undrarútuna, magnað bókmenntaverk sem er sannarlega fyrir börn á öllum aldri, óður til ímyndunaraflsins og vináttunnar.

    Sagan fjallar um Takú og vini hans sem smíða risavaxna rútu og ferðast með henni til hamingjulandsins Balanka til að bjarga lífi Tímós litla. Tíminn stendur í stað á þessari hættuför og ótal persónur koma við sögu, en áhrifamesta aðalsöguhetjan er Undrarútan sjálf, meistaralega teiknuð brunar hún, höktir, skröltir og glamrar á vegunum þar til hún tekst loks á loft.

    Undrarútan hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024.

    9.990 kr.
    Setja í körfu
  • Heaven

    Heaven

    Sögumaðurinn er fjórtán ára. Hann hefur lengi mátt þola einelti jafnaldra sinna. Dag einn berst honum óvænt bréf frá bekkjarsystur sinni. Það er upphafið að vináttu byggðri á sameiginlegri reynslu þeirra. En hvers virði er vinátta sem á sér rætur í ótta og sársauka? Og hefur þjáningin merkingu? Magnað verk frá einum áhugaverðasta höfundi Japan.

    Mieko Kawakami kom eins og ferskur andblær inn í fremur karllæga bókmenntahefð Japan með sinni fyrstu skáldsögu árið 2008. Síðan þá hefur hún unnið til fjölmargra virtra bókmenntaverðlauna og bækur hennar verið þýddar á yfir 30 tungumál.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen: Kóngsríkið mitt fallna
  • Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3: Endalok alheimsins
  • Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 2: Beðið eftir kraftaverki