• Út í vitann

    Út í vitann

    Út í vitann, fimmta skáldsaga breska rithöfundarins Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútíma­­bók­mennta.

    Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta hennar í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum. Frú Ramsey gnæf­ir yfir alla með persónu sinni og stýrir fólkinu í kringum sig á sinn ómót­stæði­lega hátt — hinum sérkennilega og þurftar­freka eiginmanni, barnahópn­um, elskhugunum, gamla rithöf­undinum viðskotailla, listmálaranum sjálfstæða, klunna­lega unga menntamanninum. En allt á sinn stað og stund — og næsta ferð út í vitann er undir öðrum formerkjum.

    Fáar skáldsögur búa yfir þeim mætti að breyta lífi lesenda sinna — en Út í vitann þykir vera ein þeirra.

    Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála.

    Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöf­und­um 20. aldar. Meðal helstu skáld­sagna hennar eru Út í vit­ann, Frú Dalloway og Orlando. Hún tilheyrði fræg­um bók­­mennta­- og listahópi sem kennd­ur var við Bloomsbury í London.

    990 kr.
    Setja í körfu