• Ósmann

    Ósmann

    Um aldamótin 1900 voru mörg stórfljót landsins enn óbrúuð og fólk reiddi sig víða á ferjumenn til þess að komast yfir illfær og óútreiknanleg fallvötnin. Einn þeirra var Jón Ósmann sem flutti menn og skepnur yfir Héraðsvötn um fjögurra áratuga skeið. Jón var tröll að burðum, stórtækur sel- og fiskveiðimaður, guðsmaður, drykkjumaður og annálað skáld. En öðru fremur var hann mannvinur með meyrt hjarta sem sá lengra en nef hans náði. Örlögin fóru óblíðum höndum um þennan einstaka karakter og hann lést fyrir aldur fram.

    Ósmann er skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar, ferjumanns í Skagafirði. Frásögnin er feiknavel skrifuð, hjartnæm og heillandi – sannkallaður yndislestur. 

    Joachim B. Schmidt (1981) er fæddur og uppalinn í Sviss en hefur búið á Íslandi í nær tvo áratugi. Hann skrifaði sig inn í hjörtu lesenda með bókum sínum um Kalmann á Raufarhöfn en þær hafa verið þýddar á fjölda tungumála og báðar hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun.

    Bjarni Jónsson þýddi.
    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Millileikur

    Millileikur

    Tveir bræður, þrjár ástkonur, sorg, átök og uppgjör: Millileikur er einstaklega áhrifamikil saga um ást, missi og órofa tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney, sem hefur vakið heimsathygli fyrir skáldsögur sínar.

    Pétur er ríflega þrítugur lögmaður og lifir erilsömu lífi í hringiðu borgarinnar. Hann skemmtir sér grimmt og gistir oft hjá Naomi, sem er ung og villt, en er líka í nánu sambandi við Sylvíu, fyrrverandi unnustu sína sem hann getur ekki hætt að elska. Ívan er tíu árum yngri, var áður upprennandi skáksnillingur en hefur staðnað og líf hans er stefnulaust. Hann er feiminn einfari en þegar hann hittir Margréti, konu á fertugsaldri með erfitt hjónaband að baki, bresta allar varnir og milli þeirra kviknar eldheit ást.

    Faðir þessara ólíku bræðra er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; báðir eru næmir og viðkvæmir, taugarnar þandar. Ástandið leiðir til óbærilegrar spennu, samskiptin eru erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir.

    Bókin rauk beint á topp metsölulista The Sunday Times, hefur setið á listum mánuðum saman og var víða kjörin besta bók ársins 2024. Bjarni Jónsson þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Vanþakkláti flóttamaðurinn

    Vanþakkláti flóttamaðurinn

    Átta ára gömul flúði Dina Nayeri frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum. Í þessari bók fléttar hún saman sögur annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað. Einnig hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur. Ómetanlegt innleg í umræðu um málefni flóttafólks.

    3.890 kr.
    Setja í körfu
  • Dagbók frá Gaza

    Dagbók frá Gaza

    Menningarmálaráðherra palestínskra stjórnvalda var að synda í sjónum þegar sprengjum tók að rigna yfir Gaza. Í stað þess að halda heim á Vesturbakkann ákváðu hann og sonur hans á unglingsaldri að halda kyrru fyrir, enda óraði þá ekki fyrir því sem koma skyldi. Með dagbókarskrifum sínum veitir Atef Abu Saif nístandi innsýn í baráttu Palestínumanna við að halda í lífi.

    Palestínski rithöfundurinn Atef Abu Saif (f. 1973) hefur meðal annars skrifað skáldsögur, smásögur og bók um stjórnmál. Brot úr Dagbók frá Gaza hafa verið birt reglulega í vestrænum fjölmiðlum frá upphafi árása Ísraelshers á Gaza haustið 2023, og eru meðal mikilvægustu vitnisburða sem þaðan berast.

    4.990 kr.
    Setja í körfu