
Draumurinn
2.590 kr.Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. Flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn … en reyndist síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta.
Ég hljóp í geðshræringu frá markinu, bjó mig undir geðveikar móttökur hjá strákuknum og fagnaðaróp áhorfenda. En það var bara þögn. Liðsfélagar mínir stóðu í hnapp, ringlaðir á svip og andstæðingarnir – þeir voru brjálaðir! Þeir hópuðust að mér og kölluðu mig öllum illum nöfnum. Dómarinn kom aðvífandi, líka Gunni þjálfari og þjálfari Glámsmanna líka … það var allt að verða vitlaust og ég skildi ekkert. Vorum við ekki að vinna leikinn?

Doddi: Ekkert rugl
1.590 kr.Munið þið eftir fyrri bókinni um mig?
Í þessari bók held ég áfram að fjalla um æsilegt líf mitt og vina minna. Til dæmis fjalla ég um:
Þegar hitastigið í sambandi okkar Huldu Rósar fór niður að frostmarki.
Áhyggjur mínar af sambandi mömmu við dularfullan útlending.
Árangur minn á sviði skordýrafræða og glæsilega framkomu í sjónvarpsþætti.
Þátttöku í brjóstabyltingu.
Þegar lögreglan handtók mig á Austurvelli.

