

Sokkalabbarnir – Sóli fer á ströndina
2.190 kr.Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Sokkalabbarnir
4.490 kr.Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Amma óþekka – Klandur á Klambratúni
3.190 kr.Í þessari sögu má segja að ævintýrin elti ömmu og Fanneyju Þóru alla leiðina heim.
Þær langmæðgur eru að leika sér á Klambratúni í Reykjavík þegar gömul vá lætur á sér kræla; sjálf Grýla lifnar við og er sársvöng eftir langan dvala.
Sem betur fer eru Fanney Þóra og amma ráðagóðar sem fyrri daginn.
Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni
3.190 kr.Ferðalag langfeðganna heldur áfram. Nú fara þeir á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.
Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar?
Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni
3.190 kr.Afi Magni og Aron magni halda í ferðalag á Bedfordinum. Í þetta sinn er ferðinni heitið að Hlíðarvatni þar sem langfeðgarnir ætla að veiða silung í net.
Aron Magni hefur áhyggjur af því að nykurinn í Hlíðarvatni hafi vaknað um leið og skessuskammirnar í Þrengslunum en afi hefur litla trú á því.
Þeir komast þó að raun um að sumar munnmælasögur eru dagsannar!
Bergrún Íris myndskreytti bókina.
