Það eru bækur af ýmsum toga sem raða sér á topp 10 listann yfir mest seldu bækurnar í Skáldu á árinu sem er að líða. Þrjár ljóðabækur, tvær sjálfsútgáfur og ein fyrsta skáldsaga höfundar svo eitthvað sé nefnt. Svona lítur listinn út:
- Huldukonan eftir Fríðu Ísberg
- Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason
- Fjölskyldusaga eftir Fríðu Þorkelsdóttur
- Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson
- Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur
- Mara kemur í heimsókn eftir Natöshu S
- Ef ég væri birkitré eftir Hildi Hákonardóttur
- Fyrir vísindin eftir Önnu Rós Árnadóttur
- Vegur allrar veraldar eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
- Þyngsta frumefnið eftir Jón Kalman Stefánsson

