• Játning

    Játning

    Tveir íslenskir námsmenn, Elísabet og Benedikt, kynnast í Leipzig skömmu fyrir hrun múrsins. Þau fella hugi saman en líf þeirra tekur óvænta stefnu þegar yfirvöld fara að sýna þeim áhuga. Áratugum síðar neyðist Elísabet skyndilega til að minnast þessara löngu liðnu daga sem hún vill síst af öllu rifja upp.

    Játning er stórbrotin skáldsaga um ást og minningar, heilindi og svik, fjölskyldusambönd og hverfulleika, um sannleika og lífslygi, og þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir á ögurstundum lífsins.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fyrir Lísu

    Fyrir Lísu

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Höll minninganna

    Höll minninganna

    Höll minninganna er mögnuð skáldsaga um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blómlegt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs við Kyrrahafið?

    Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er ógleymanleg frásögn um mannleg örlög, ást og aðskilnað, einsemd og söknuð. Stíllinn er fágaður, persónurnar ljóslifandi og sagan heldur lesanda föngnum frá upphafi til loka.

    Ólafur Jóhann hefur notið fádæma vinsælda fyrir skáldverk sín. Í Höll minninganna kemur hann að lesandanum úr óvæntri átt og vakti sagan athygli heima og erlendis.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Skáldalíf: ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

    Skáldalíf: ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri

    Eiga þeir nokkuð sameiginlegt, heimsmaðurinn Gunnar Gunnarsson og heimalningurinn Þórbergur Þórðarson? Annar skrifaði bækur á dönsku sem þýddar voru á fjölmörg tungumál; bækur hins voru vel varðveitt leyndarmál á fátalaðri tungu landsmanna. Annar spurði stórra spurninga um tilvist mannsins; hinn var annálaður húmoristi og ólíkindatól.

    En þeir voru báðir íslenskir bændasynir, nánast jafnaldra, og þá dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og þjóðarinnar. Þeir tóku trú á erlenda stríðsherra, hvorn af sinni stjórnmálastefnu og fór sú trú illa með þá. En báðir höfðu afgerandi áhrif á þróun íslenskra bókmennta.

    Halldór Guðmundsson dregur upp einstæða mynd af þessum tveim rithöfundum í samhliða ævisögum þeirra. Hér segir frá æsku og uppvexti, erfiðum sveltiárum og örlagaríkum ástarsamböndum, þrá eftir sveitinni, heimsreisum og endurkomu. Með því að láta þá varpa sterku ljósi hvorn á annan fæst mynd af hvorum um sig sem aldrei hefur áður sést.

    Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sogið

    Sogið

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Innflytjandinn

    Innflytjandinn

    Innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köldum febrúardegi. Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar, íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkrinu, snjónum og ófærðinni.

    Hildur Haraldsdóttir sem búið hefur í New York um árabil kemur til Íslands með jarðneskar leifar vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk. Hún hefur þýtt Kóraninn á íslensku og leitar lögreglan ráða hjá henni í tengslum við lát innflytjandans. Sjálf á hún undir högg að sækja vestan hafs og sogast nú að auki inn í íslenskt skammdegi.

    Innflytjandinn er mögnuð skáldsaga um mátt og árekstur menningarheima, um vegi ástarinnar og óblíð örlög, um lystisemdir lífsins, vonir manna og vonbrigði.

    Verðlaunahöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut einróma lof fyrir sína síðustu bók, Sakramentið, sem fór í efstu sæti metsölulista. Í Innflytjandanum sýnir hann allar sínar bestu hliðar og í stórbrotinni sögu sem kemur á óvart.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Högni

    Högni

    Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.

    Hárbeitt samtímasaga en um leið bráðfyndinn samfélagsspegill og geymir margslungnar og lifandi persónur.Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. World Literature Today útnefndi bók hennar, Skjálfta, eina af 75 athyglisverðustu þýðingum ársins árið 2022.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Leiðin út í heim

    Leiðin út í heim

    Palli vaknar í rúminu sínu. Hann er einn í herberginu og þar er undarlega kyrrt og hljótt. Hann sest upp. Fötin hans liggja snyrtilega samanbrotin á stólkoll við bláan rúmgaflinn. Undan rúminu skaga uppreimaðir skór. Maðurinn veit að hann dreymdi eitthvað en man ekki hvað það var.

    Palli er einn í heiminum en þó ekki því hér eru að lágmarki tveir. Heimurinn innra með manneskjunni og heimurinn fyrir utan hana. Falli heimurinn hið ytra snurðulaust saman við innri heim er maðurinn einn í einum heimi. Það er mikil og dapurleg einsemd. Sé munur á heimunum en ekki milligengt er maðurinn í öðrum heimi.

    Höfundur bregður á leik með fræga barnabók Jens Sigsgaard um Palla sem var einn í heiminum en veltir um leið upp tilvistarlegum spurningum.

    Leiðin út í heim er fimmta skáldsaga Hermanns Stefánssonar rithöfundar sem hlotið hefur verðskuldaða athygli fyrir nýbreytni og frumlega hugsun í skáldskap. Eftir Hermann hafa einnig komið út ljóð, leikrit og skáldfræðilegir textar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Aðventa

    Aðventa

    Aðventa ljómar af þeim dimma og bjarta eldi sem kviknar af neistafluginu þegar veruleika og skáldskap er slengt saman, því að aðalpersónan Benedikt og leit hans að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar eiga rætur sínar í veruleikanum.

    Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa. Sagan er einföld á yfirborðinu, ekki flókin þegar því sleppir, heldur djúp og frjósöm. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu.

    Verk Gunnars Gunnarssonar (1889-1975) nutu fádæma vinsælda á síðustu öld. Bækur hans voru þýddar á tungur stórþjóða um leið og þær komu út.

    Jón Kalman Stefánsson ritar formála.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Jarðnæði

    Jarðnæði

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Skegg Raspútíns
  • Jójó

    Jójó

    1.290 kr.
    Setja í körfu