• Alla mína stelpuspilatíð

    Alla mína stelpuspilatíð

    Hvert hafa spor hálfsextugrar stelpu legið?

    Hvers vegna þræddi hún þessa leið en ekki hina?

    Og hvert fór eiginlega tíminn?

    Sigríður Kristín er frá Garði í Mývatnssveit, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur rithöfundar og Þorgríms Starra Björgvinssonar bónda og hagyrðings, komin af Reykjahlíðar- og Skútustaðaætt og af kjarnafólki á Hornströndum. En hún naut þess ekki alltaf eins og hún segir hispurslaust frá í þessari ögrandi og „öðruvísi“ ævisögu. Auk þess að lýsa því hvernig var að alast upp í norðlenskri sveit á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þar sem foreldrarnir voru kommar og húsfreyjan skrifaði bækur með „orðbragði“, dregur hún upp litríka mynd af ættmennum sínum, einkum konunum og þá fyrst og fremst móður sinni, veltir fyrir sér hlutskipti kynjanna í fortíð og nútíð – og dásamar þá tilviljun sem lífið er.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Þrír sneru aftur

    Þrír sneru aftur

    „Menn leita að orku í stríði og friði, lífið þrífst á orkunni í okkur sjálfum og í náttúrunni, sagði gamli maðurinn vesældarlega.“

    Á einangraðan stað suður með sjó, þar sem aldrei gerist neitt, berast fregnir af átökum heimsstyrjaldarinnar. Fyrr en varir hefur atburðarásin teygt anga sína þangað og nútíminn heldur innreið sína með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

    Höfundur dregur upp hárbeitta mynd af samfélagi á tímamótum; af eilífri baráttu manneskjunnar fyrir tilveru sinni, glímunni við fáfræði og fásinni, sannleika og lygi, heimsku og græðgi.

    Og sagan endurtekur sig stöðugt við nýjar og breyttar aðstæður, kynslóðir koma og fara … en ættarfylgjan lætur ekki að sér hæða, enginn flýr frá sjálfum sér.

    Guðbergur Bergsson hefur skrifað fjölmargar bækur, þýtt öndvegisrit og ritað greinar í blöð og tímarit. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Sænsku bókmenntaakademíunnar.

    Guðbergur Bergsson lauk prófi í spænskum fræðum, bókmenntum og listasögu frá La Universidad de Barcelona 1958. Fyrsta bók hans, Músin sem læðist, kom út 1961. Hann hefur skrifað barnabækur, ljóð, smásögur, skáldsögur, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál í dagblöð og tímarit bæði hér á landi og í útlöndum. Hann er afkastamikill þýðandi og hefur átt sinn þátt í því að kynna fyrir Íslendingum spænskar og portúgalskar bókmenntir. Margar bækur Guðbergs hafa verið þýddar á erlend tungumál.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér

    Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér

    Árið 1802 höguðu örlögin því þannig að ungur þeldökkur maður, þræll og stríðshetja frá Jómfrúreyjum, danskri nýlendu í Karíbahafi, settist óvænt að á Djúpavogi, kvæntist og gerðist verslunarmaður og bóndi. Nafn hans hefur verið sveipað ljóma en lítið um hann ritað. Hvers vegna kom hann til Íslands? Hvernig brugðust landsmenn við honum og hvernig brást hann við þeim?

    Saga Hans Jónatans varpar ljósi á nýlendutímann, þrælahald, kúgun og viðskipti, uppreisn og frelsisþrá. Hún teygir sig yfir höfin, frá Vestur-Afríku til Jómfrúreyja, til Danmerkur og Íslands. Sagan á brýnt erindi við samtímann – enn er tekist á um mannréttindi og innflytjendur, samskipti við fólk sem er „öðruvísi en við“.

    Gísli Pálsson stundaði nám við Háskóla Íslands og Manchesterháskóla. Hann hefur lengst af starfað sem prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands en einnig við Oslóarháskóla og nú er hann gistiprófessor við King’s College í London. Hann hefur ritað margt um ólík efni félagsvísinda og náttúrufræða – meðal annars umhverfismál, sögu norðurslóða, heilbrigðismál og erfðarannsóknir – og hlotið viðurkenningu fyrir framlag sitt bæði heima fyrir og erlendis.

    1.290 kr.
    Setja í körfu