
Gangandi íkorni
9.990 kr.Draumsólir vekja mig – á þeim orðum hefst fyrsta skáldsaga Gyrðis Elíassonar. Svið hennar og persónur virðast í fyrstu hefðbundin: ungur drengur í afskekktri sveit hjá öldruðum hjónum, kaupstaðarferð, læknisvitjun, búverk. En lesandi finnur brátt einkennilega fjarlægð í þessu nána sambýli, eitthvað órætt bærist með drengnum. Dag einn sest hann við vaxdúklagt borðið og tekur að festa sýnir á brúnan maskínupappír: „Fyrst teikna ég flugvél og hákarl lónandi í gruggugu hafi undir. Síðan færi ég mig til á blaðinu. Ég leggst þungt á tréblýantinn og vanda mig. Allt í einu er orðinn til strákofi með garðskækli við, lítil lognvær tjörn, og íkorni.“ Fyrr en varir er lesandinn horfinn með íkornanum inn í óhugnanlegan heim. Uns draumsólir vekja hann . . .
Gyrðir Elíasson hefur áður sent frá sér fimm ljóðabækur og unnið sér sess sem eitt hugmyndaríkasta ljóðskáld yngri kynslóðarinnar.
