• Alfa

    Alfa

    Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð.

    Árið 2052 hefur Alfa stýrt samfélaginu í aldarfjórðung – gervigreind sem leysir úr öllum málum á sem bestan hátt fyrir alla – og sjö manna teymi situr í Ráðuneytinu og hefur umsjón með að allt gangi smurt.

    Á heimili Sabínu og Mekkínar er stór dagur runninn upp. Júlíus sonur þeirra er að verða sextán ára og vígist þar með inn í heim fullorðinna. Þá fær hann grædda í sig örflögu til að tengjast Alfa beint og fær um leið að vita hvað honum er ætlað að fást við í framtíðinni.

    Birkir bróðir Sabínu er uppreisnarseggur sem vill ekki lúta stjórn Alfa og þarf því að draga fram lífið án allra nútímaþæginda. Þegar hann lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir – einhver olli dauða hans, en hver? Og var það kannski systir hans sem átti að deyja?

    Lilja Sigurðardóttir er í essinu sínu í þessari snörpu og hressilegu sögu þar sem hún dregur upp litríkar persónur og kitlandi söguheim, frábrugðinn veröldinni sem við þekkjum. Flest er breytt – en breytingarnar eru ekki að allra skapi.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Blái pardusinn: Hljóðbók

    Blái pardusinn: Hljóðbók

    Blái pardusinn – hljóðbók er dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap.

    Streymisveita ein hefur gefið út hljóðbókina Bláa pardusinn, örlagasögu sem innblásin er af ævintýralegu ferðalagi íslenskrar konu um Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hér segir frá þremur hlustendum bókarinnar og baráttu þeirra við að halda þræði í æsispennandi atburðarásinni mitt í daglegu amstri en höfundurinn, sem enginn veit hver er, gerir þeim ekki auðvelt fyrir. Dæmalaus frásögnin fer um víðan völl og illmögulegt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki, líkt og kemur í ljós þegar leiðir hlustendanna þriggja liggja að lokum saman við óvenjulegar og þrúgandi aðstæður.

    Sigrún Pálsdóttir skrifar knappar, meitlaðar og innihaldsríkar sögur sem hafa vakið verðskuldaða athygli heima og erlendis. Fyrri bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrir þær hefur hún hlotið verðlaun og tilnefningar.

    7.990 kr.
    Setja í körfu
  • Dans jaðrakansins

    Dans jaðrakansins

    Dans jaðrakansins er önnur ljóðabók Guðmundar Andra en sú fyrri, Hæg breytileg átt, kom út 2016. Hér er ort af einlægni, visku og kímni um náttúruna, mannfólkið, orðin og eilífðina – björt og myndrík ljóð sem kveikja ótal hugsanir og kenndir, opna dyr og nýja heima.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Lokar augum blám

    Lokar augum blám

    Á miðju sumri hverfa tveir ungir kajakræðarar sporlaust vestur í Dýrafirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bergur er fluttur á Flateyri og tekur málið að sér, ásamt fyrrverandi samstarfskonu sinni, Rögnu, sem er kölluð vestur. Á sama tíma vinnur par að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri. Eftir ógæfusöm ár í höfuðborginni þrá þau kyrrlátt líf á fallegum stað en húsið reynist eiga sér nöturlega sögu.

    Lokar augum blám er þriðja bók Margrétar S. Höskuldsdóttur og önnur bókin sem fjallar um lögregluteymið Rögnu og Berg, en sú fyrri, Í djúpinu, kom út 2024. Þetta er Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Þegar mamma mín dó

    Þegar mamma mín dó

    Þegar mamma mín dó er einlæg lýsing höfundar á þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Áhrifarík frásögnin er í senn persónuleg og opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra; ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt. Um leið er fjallað um það kerfi sem við höfum búið fólki sem á skammt eftir ólifað og álagið og ábyrgðina sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.

    Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur starfað við háskólakennslu og sýningarstjórn um árabil. Hún hefur áður sent frá sér fjölda bóka um listir, menningu og söguleg efni, seinast Snjóflygsur á næturhimni sem kom út árið 2022, en nýjasta bók hennar er skáldsagan Sumarblóm og heimsins grjót frá 2023.

    6.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ég tæki með mér eldinn

    Ég tæki með mér eldinn

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Hér missir kona rödd og fær hana aftur. Mögnuð ljóðabók sem hefur verið ófáanleg lengi.

    Elísabet Jökulsdóttir er alvöru skáld. Hún horfir fast í augun á lesandanum og orðar sterkar tilfinningar; ást, heift, gleði og sorg, af oddhvassri blíðu og lífsþorsta, sýnir náttúru landsins á síkvikan hátt og lítur aldrei undan.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Rósa og Björk

    Rósa og Björk

    Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur lögreglukonunnar Hildar, sem hurfu fyrir vestan árið 1994? Í öll þau ár sem liðin eru hefur ekkert til þeirra spurst en nú er Hildur loks komin á spor sem gæti leitt hana áleiðis að lausn gátunnar. Það þarf samt kjark til að horfast í augu við fortíðina …

    Lögreglulífið á Ísafirði er líka allt annað en rólegt og lítill tími til að sinna öðru. Einn af máttarstólpum bæjarins, athafnamaður sem situr í sveitarstjórn, er skotinn til bana uppi í fjalli og Hildur og félagar eru ráðþrota. Hinn myrti var umdeildur, tókst á við pólitíska andstæðinga og einkalífið var skrautlegt svo að ýmsir gætu hafa viljað hann feigan. Og um götur Reykjavíkur reikar manneskja sem á harma að hefna.

    Satu Rämö hefur slegið í gegn með bókunum um hina vestfirsku Hildi. Satu er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Glæpasögur hennar hafa selst í bílförmum í Finnlandi, Þýskalandi og víðar. Sú fyrsta, Hildur, varð metsölubók hér heima – Rósa og Björk er æsispennandi framhald.

    Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Stúlka með höfuð: Sjálfsævisaga

    Stúlka með höfuð: Sjálfsævisaga

    Hann kenndi mér að halda mig á mottunni um leið og hann gerði mig reiða svo mig langaði að slíta af mér hlekki. Þar er spennan. Það sem gerir lífið spennandi. Að syndga og slíta af sér hlekki og taka út refsinguna. Þessi línudans á línunni voðalegu, að vilja vera á mörkunum og teygja þau út svo heimurinn skáni. Að bögglast við að vera hamingjusamur í heimi þar sem næstum ekkert má.

    Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segir hér frá uppvexti sínum í Reykjavík rokksins og hippaáranna, þar sem erfiður skilnaður foreldranna varpaði skugga á gleðina, frá frjálsu stúdentalífi í Lundi og Mexíkó, kommúnum, ástmönnum og litríkum samferðamönnum. Opinská frásögnin er ofin trega og hamingju, léttleika og djúpum söknuði. Bókin er sjálfstætt framhald hinna marglofuðu Stúlku með fingur og Stúlku með maga, þar sem Þórunn notaði heimildir og skáldlega túlkun til að segja sögu móður sinnar og formæðra.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Félagsland

    Félagsland

    Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Í bókinni eru tæp fimmtíu ljóð og rauður þráður hennar eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra og þýðing, andblær og ásýnd. Ljósmyndir af þeim vettvangi gefa tóninn.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Duna - saga kvikmyndagerðarkonu

    Duna – saga kvikmyndagerðarkonu

    Guðný Halldórsdóttir er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar. Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi og Karlakórinn Hekla en einnig dramatískar myndir á borð við Ungfrúna góðu og Húsið og Veðramót, auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta.

    Sögukonan Duna hefur orðið í þessari bók. Hér segir frá geðstirðum þýskum kvikmynda-leikstjóra í of lítilli sundskýlu og femínískum tilraunum með kvikmyndamiðilinn á Langjökli. Metnaðarfullar vinkonur stofna Kvikmyndafélagið Umba, ráðningarsamningur er undir-ritaður aftan á leikaramynd af Brigitte Bardot og sænskur tökumaður ráfar um Flatey á Breiðafirði í leit að hverfispöbbnum. Hápólitísk áramótaskaup hrista rækilega upp í samfélagi sem er tregt til að horfast í augu við óþægilegan sannleika – en getur ekki annað en hlegið.

    Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu er eins og bíómynd eftir Guðnýju Halldórsdóttur: sprenghlægileg en dagsönn og heiðarleg. Kristín Svava Tómasdóttir er sagnfræðingur og rithöfundur. Guðrún Elsa Bragadóttir er lektor við kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Land næturinnar

    Land næturinnar

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Stúlka með maga: skáldættarsaga

    Stúlka með maga: skáldættarsaga

    „Svo kemur afsökun hans í víðari skilningi. Hann segir að hann eigi þetta máski skilið fyrir að vera að fikta við það sem honum hafi ekki komið við, en það sé nú svona, maður sé skapaður með þessari löngun eða nautn, sem er líka sterkasta aflið yfir manni af öllum nautnum, eða að minnsta kosti sé það þannig hjá honum.“

    Í Stúlku með maga fær tregi höfundar rödd Erlu Þórdísar Jónsdóttur. Í frásögn hennar lifna þau dánu, þegar ættarmein og leyndarmál koma úr glatkistunni. Dómur í yfirrétti, skipskaði, heimsstyrjaldir, afleiðingar sýfiliss og hversdagsleikinn blár af fjarlægð fléttast saman af skáldlegri hugkvæmni.

    Stúlka með maga – skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskápnum er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur sem út kom 1999. Fyrir bókina hlaut höfundur Fjöruverðlaunin árið 2014.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Eyja

    Eyja

    Þegar fyrrverandi stjúpmóðir Eyju hefur samband bregst hún ókvæða við; af hverju vill hún að þær hittist öllum þessum árum síðar, hvað er ósagt? Hittingurinn vekur upp minningar, ekki síst um atburðinn sem gerði Eyju að þeirri manneskju sem hún er í dag. Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa.

    Þetta er fyrsta bók Ragnhildar  Þrastardóttur og með henni sigraði hún í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Dáin heimsveldi

    Dáin heimsveldi

    Dag einn birtist á himni risavaxinn, svartur hlutur. Úkraínski geimfarinn Pi er fyrstur á vettvang og hverfur inn um dyr á hlið fyrirbærisins. Áratug síðar snýr hann aftur en er fámáll um reynslu sína.

    Við upphaf 22. aldar lifir fólk í fátækt eftir heimsstyrjaldir og hrun lífkerfa jarðarinnar. Íslenska þjóðin er varla til lengur nema sem hugmynd en við logndauðar strendur landsins lóna snekkjur og á hálendinu er geimlyfta sem flytur vörur í borgir ríka fólksins á braut um jörðu.

    Emil, lítt þekktur textamaður af íslenskum ættum, er útvalinn til að fara upp með lyftunni og taka viðtöl við Pi um það sem gerðist inni í fyrirbærinu. Verkið reynist vera snúið, ekkert er eins og það sýnist og í órafjarlægð frá jörðinni saknar hann Sögu, konu sinnar. Það eina sem hann vildi gera var að bjarga framtíð þeirra – en er það of seint?

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Að telja upp í milljón
  • Brúin yfir Tangagötuna