• Draugamandarínur

    Draugamandarínur

    Hýðinu er flett af ávextinum. Fyrir innan leynist ýmislegt: matur, myrkur, minningar. Fyrir utan: vökult auga.

    Draugamandarínur fjallar um hvað það merkir að gefa af sér. Verkið skoðar, í gegnum hrylling, smáatriði og rytma, þá athöfn sem fer fram þegar matar er neytt. Líkaminn skipar mikilvægan sess í textanum, horft er inn á við eins og í gegnum röntgengeisla og þar má meðal annars sjá sársauka, hungur og aldinkjöt.

    „Birgitta dregur tjöldin frá, tendrar ljós.“
    – Brynja Hjálmsdóttir

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Grænmetisætan

    Grænmetisætan

    Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir ,,ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún meðal annars hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sigurför um heiminn.

    Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2017 og hlaut mikið lof. Meðal annars völdu bóksalar hana sem bestu þýddu skáldsögu ársins. Han Kang var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sama ár. Grænmetisætan er endurútgefin í tilefni af Nóbelsverðlaununum.

    Yeong-Hye og eiginmaður hennar lifa afar venjulegu lífi. Hann vinnur á skrifstofu en hún sinnir húsmóðurhlutverkinu af skyldu fremur en áhuga.

    Dag einn ákveður hún að gerast grænmetisæta. ,,Mig var að dreyma,“ er eina skýringin sem hún gefur – í samfélagi þar sem það er bæði hneyksli og skammarlegt að borða ekki kjöt.

    Ingunn Snædal þýddi.

    4.590 kr.
    Setja í körfu