• Staðreyndirnar

    Staðreyndirnar

    Við erum ekki á leiðinni í neitt 1984-dæmi, skilurðu. Við erum ekki að fara að banna fólki að segja eitt né neitt. Og við ætlum ekki að fara að þurrka út allar óþægilegar staðreyndir, breyta sögunni jafnóðum og einhverjir hagsmunir krefjast þess.

    Eftir hneykslið með hjartað er úti um framtíð Steins í stjórnmálum. Honum er því boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu. Verkefnið lofar góðu þar til háskólanemi ber upp eldfima spurningu við vélina um áhrif nasisma á stjórnarfar á Íslandi.

    Staðreyndirnar er hárbeitt satíra um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Drungabrim í dauðum sjó

    Drungabrim í dauðum sjó

    Hallgrímur Helgason, okkar þróttmikla þjóðskáld, hefur tekið saman kvæðasafn – safn háttbundinna ljóða sinna frá síðustu kvartöld. Hér mætast hið persónulega og pólitíska, innileiki og ádeila, mýkt og harka í skáldskap sem kviknar jafnt af barneignum og jarðarförum sem og bankahruni og þjóðarmorði. Skáldið bruggar seið úr hefðum fortíðar og kenndum samtíðar og blandar ýmist með húmor eða trega. Bókin er ríkulega myndlýst af Hallgrími sjálfum.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Doris deyr

    Doris deyr

    Með Doris deyr kveður Kristín Eiríksdóttir sér hljóðs á eftirminnilegan hátt og smeygir sér af lipurð milli heims og orða. Hér getur að líta manneskjur í allri sinni fegurð og grimmd sem elska, reiðast, harma og vita að mennskan er ekki einungis brothætt heldur líka ósigrandi!

    Kristín Eiríksdóttir er í hópi okkar athyglisverðustu ungu höfunda. Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni hennar eru skrifaðar af næmi og ímyndunarafli og eru í senn vægðarlausar og ríkar af samúð.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Þegar sannleikurinn sefur

    Þegar sannleikurinn sefur

    Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni er hún loksins frjáls, stýrir búinu eftir eigin hyggjuviti og nýtur þess að ráða sér sjálf.

    Þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma áttar Bergþóra sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.

    Þegar sannleikurinn sefur er leyndardómsfull glæpasaga þar sem dregin er upp ljóslifandi mynd af samfélagi sem markað er af skelfilegu mannfallinu í Stórubólu, flækjukenndu réttarfari 18. aldar og siðferðisfjötrum Stóradóms. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra handbærra sönnunargagna en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sjá dagar koma

    Sjá dagar koma

    Salvar Bernódusson er föðurlaus niðursetningur á kotbýli í Dýrafirði, unglingur með stóra drauma, táp og þor. Deyfð og drungi sem hvílir yfir þjóðlífinu í kjölfar harðinda og vesturferða er eitur í hans beinum og hann dreymir um framfarir, stórhug og stolt.

    Úti við sjónarrönd sjá Vestfirðingar glæsileg amerísk seglskip á lúðuveiðum og óvænt kemst Salvar í pláss á slíku skipi. Þar með hefst hans bjarmalandsför yfir höf og lönd; slyppur og snauður heldur hann til Ameríku og snýr þaðan aftur vellauðugur, unir sér ekki heima en heldur til Englands og kemst þar í kynni við mann að sínu skapi; stórskáldið og athafnamanninn Einar Ben.

    Fjörug og bráðskemmtileg saga um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar, þróttmikinn ungmennafélagsanda og framfaraþrá. Einar Kárason kann að segja þannig frá að persónur og atburðir lifni við og sögusviðið opnist og hér fá lesendur ríkulega að njóta þeirrar gáfu sagnamannsins slynga.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Mín er hefndin

    Mín er hefndin

    Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.

    Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.

    Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Hvalbak

    Hvalbak

    Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar, Veðurfregnir og jarðarfarir, vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Postulín

    Postulín

    Postulín er áhrifamikil ljóðabók um hamfarir, bæði þær sem ryðjast fram af slíku offorsi að þær setja mark sitt á allt samfélagið og þær persónulegu sem fæstir heyra nokkurn tímann af.

    Postulín er önnur ljóðabók Sunna Dísar Másdóttur en sú fyrri, Plómur, kom út árið 2022 og var tilnefnd til Maístjörnunnar. Ári síðar hlaut Sunna Ljóðstaf Jóns úr Vör. Fyrsta skáldaga hennar, Kul, kom út 2024. Ásamt höfundakollektífinu Svikaskáldum hefur Sunna gefið út fjórar ljóðabækur og skáldsöguna Olíu sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Vertu úlfur

    Vertu úlfur

    „Ég var hamrammur, maður í úlfsham, vargur, útlagi. Kraftar mínir voru kraftar úlfsins… Orðið vargur hefur enda tvöfalda merkingu: Úlfur og guðlaus maður. Eða einfaldlega útlagi. Wargus esto.“

    Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm”?

    Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.

    Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Blóðug jörð

    Blóðug jörð

    Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls og Þorsteinn rauður berst við að halda velli á Katanesi þar sem innfæddir gerast æ herskárri. Lífið er hverfult og enginn veit Urðar hug. A augabragði stendur Auður Ketilsdóttir ein uppi, umkringd óvinum og ábyrg fyrir ungum sonarbörnum. Stefnan er tekin til eylandsins á enda veraldar þar sem ár og vötn eru sögð iða af fiski, jökulhettur ber við himin og sjálf jörðin spyr eldi.

    Á suðurströnd Íslands hafa þrælar gert uppreisn og goldið grimmilega fyrir. Nýja landið er vigt blóði. Einn kemst lífs úr þeim hildarleik: maður sem á harma að hefna á ætt Dyflinnarkonungs.

    Vilborg Davíðsdóttir lýkur hér þríleiknum um landnámskonuna Audi djúpúðgu með Blóðugri jörð, sjálfstæðri sögu um siglinguna yfir hafið. Fyrri bækurnar tvær, Auður og Vígroði, hlutu fádæma góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og var sú fyrri tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Skepna í eigin skinni

    Skepna í eigin skinni

    Skepna í eigin skinni eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur er sterk og heillandi ljóðabók þar sem eftirminnilegar náttúru- og borgarmyndir fanga athyglina en undir yfirborðinu býr annar og sárari veruleiki. Hér er ort um tímann og lífið – breytingar, niðurbrot, dauða, endurnýjun og hringrás – í djúpum, myndríkum ljóðum; andrúmsloftið er grípandi og textinn blæbrigðaríkur og tær. Hrafnhildur hefur skrifað fjölda leikrita og hlotið fyrir þau margvíslegar viðurkenningar

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Thor Vilhjálmsson (1925–2011) var einn frumlegasti og áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa, auk þess sem hann var óþreytandi menningarfrömuður og áberandi í þjóðlífinu.

    Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors minnast samferðamenn, fræðimenn, þýðendur og aðrir rithöfundar hans, hver frá sínum sjónarhóli, og varpa ólíku ljósi á þennan flókna höfund og margbrotna persónuleika. Hér eru stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar. Synir Thors, Örnólfur og Guðmundur Andri, söfnuðu greinunum og völdu einnig stutta texta úr verkum hans sem birtir eru á milli greinanna. Innleggin eru á fjórða tug og að auki er í bókinni fjöldi mynda.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Stuldur

    Stuldur

    Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur nágranni drepur hreindýrskálfinn hennar, Nástegallu. Maðurinn ógnar henni og hún þorir aldrei að segja frá; veit líka að það er tilgangslaust, lögreglan skiptir sér ekki af því þótt ofbeldismenn misþyrmi og ræni hreindýrum Samanna og grannar þeirra hæðast að þeim og menningu þeirra og leggja þá í einelti. Hún þekkir það úr skólanum og samfélaginu. Áratug síðar er Elsa fullorðin og farin að berjast gegn sívaxandi misrétti og lítilsvirðingu sem Samar verða fyrir en ekki síður fyrir eigin réttindum í feðraveldissamfélagi þar sem ungar konur eiga ekki sömu möguleika og bræður þeirra. Svo ákveður maðurinn sem drap Nástegallu að kenna Elsu lexíu og þá skellur fortíðin á henni eins og snjóflóð og hún tekur til sinna ráða.

    Stuldur var valin bók ársins í Svíþjóð 2021, hlaut mikið lof og hefur verið seld til nítján landa. Höfundurinn, Ann-Helén Laestadius, er sjálf Sami og byggir söguna á raunverulegum atvikum. Hún hefur skrifað fjölda barna- og unglingabóka og hlotið verðlaun fyrir þær en Stuldur er fyrsta skáldsaga hennar fyrir fullorðna.

    Ísak Harðarson þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Herörin og fleiri sögur

    Herörin og fleiri sögur

    Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur sinni í hvalaskoðun og átök leynifélaganna Rauðu rósarinnar og Svörtu handarinnar ná hámarki í blóðugum bardaga á Skólavörðuholti. Um þetta og margt fleira má lesa í tólf nýjum smásögum eftir Ólaf Gunnarsson. Stíllinn er knappur og oft launfyndinn, sögurnar ýmist bjartar eða dimmar, angurværar eða ærslafullar.

    Ólafur Gunnarsson er einn virtasti höfundur þjóðarinnar. Hann hefur skrifað ljóð, smásögur og barnabækur en er þekktastur fyrir skáldsögur sínar. Ólafur hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Öxina og jörðina árið 2003.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Áður en hrafnarnir sækja okkur: Ljóðaúrval

    Áður en hrafnarnir sækja okkur: Ljóðaúrval

    Knut Ødegård gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1967 og skipaði sér fljótt í hóp virtustu ljóðskálda Noregs. Hann hefur sent frá sér á fjórða tug frumsaminna bóka, ljóð, skáldverk og fræðirit, auk fjölda þýðinga, meðal annars úr íslensku.

    Ljóðin í Áður en hrafnarnir sækja okkur koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að þar talar roskinn ljóðmælandi sem rýnir gjarna í eigið líf – nú og þá – en fjallar líka um náttúruna, heimsmálin og ástina. Gerður Kristný þýddi ljóðin úr norsku.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Hátíð merkingarleysunnar

    Hátíð merkingarleysunnar

    Hátíð merkingarleysunnar er ætlað að varpa ljósi á grafalvarleg viðfangsefni án þess að segja eitt einasta orð af alvöru. Lesendur Milans Kundera kannast við alvöruleysið sem einkennir skáldsögur hans. Í Ódauðleikanum rölta Goethe og Hemingway hlið við hlið gegnum hvern kaflann af öðrum, spjalla saman og gantast. Og í Með hægð segir Vera, eiginkona höfundarins: „Þú hefur oft sagt að þig langaði að skrifa skáldsögu þar sem ekki væri að finna eitt einasta alvarlegt orð … ég ætla bara að vara þig við: passaðu þig: óvinir þínir bíða þín.“

    Í stað þess að passa sig lætur Kundera þennan draum sinn loks rætast í skáldsögu sem segja má að sé undraverð samantekt allra fyrri verka hans. Kostuleg samantekt. Kostulegur eftirmáli. Hlátur innblásinn af samtímanum sem er fyndinn vegna þess að hann hefur misst allt skopskyn. Hverju er við að bæta? Engu. Lesið!

    Friðrik Rafnsson þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

    Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

    Í þessari fróðlegu og fallegu bók kynnumst við eldhugum sem héldu út í heim til að læra myndlist – þeim sem lögðu grunninn að íslenskri listasögu um og upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öld. Þau höfðu áhrif á allt það listafólk sem fylgdi í kjölfarið og einnig okkur sem njótum myndlistarinnar; á söfnum, í skólum, undir berum himni eða á heimilum. Þetta er bók fyrir alla fjölskylduna.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Vertu úlfur

    Vertu úlfur

    „Ég var hamrammur, maður í úlfsham, vargur, útlagi. Kraftar mínir voru kraftar úlfsins… Orðið vargur hefur enda tvöfalda merkingu: Úlfur og guðlaus maður. Eða einfaldlega útlagi. Wargus esto.“

    Þessi bók geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm”?

    Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.

    Héðinn hefur starfað á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, auk þess sem hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um þessi mál.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Missir

    Missir

    Bókin er gefin út í þúsund tölusettum og árituðum eintökum. Henni fylgir geisladiskur með upplestri höfundar á verkinu.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Dauði skógar

    Dauði skógar

    Ég ímynda mér að ég þjóti á mótorhjóli í gegnum nóttina. Að ég keyri út úr bænum og láti mig hverfa inn í myrkrið. Reyndar er ég svo gott sem horfinn. Þess vegna fór ég til Spánar, til að hverfa.

    Það hefur rignt linnulaust í marga daga þegar skógurinn rennur niður hlíðina og setur allt af stað í lífi landeigandans og fjölskylduföðurins Magnúsar. Litlu seinna koma sprengjurnar í ljós.

    Dauði skógar er launfyndin og margræð saga um það þegar hversdagurinn fer á hvolf og dauðinn ber að dyrum. Fyrri skáldsögur Jónasar Reynis Gunnarssonar, Millilending og Krossfiskar, vöktu mikla athygli og var sú fyrri tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Fyrir ljóðabókina Stór olíuskip hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Maístjörnuna fyrir Þvottadag.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Kvika

    Kvika

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Öskraðu gat á myrkrið

    Öskraðu gat á myrkrið

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Gata mæðranna
  • Ljósa

    Ljósa

    Ljósa elst upp seint á nítjándu öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið.

    Kristín Steinsdóttir hóf höfundarferil sinn þegar hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Hún hefur skrifað á þriðja tug bóka og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin, Sögustein og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna. Þá var skáldsagan Á eigin vegum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

    Ljósa er þriðja skáldsaga Kristínar fyrir fullorðna, hrífandi frásögn um gleði og sorgir einstakrar konu. Kristín Steinsdóttur hlaut bæði menningarverðlaun DV 2010 og Fjöruverðlaunin 2011 fyrir söguna um Ljósu.

    1.290 kr.
    Setja í körfu