Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða.

Hlaðan
8.490 kr.Bergsveinn Birgisson ákveður að endurbyggja hlöðu forfeðra sinna norður á Ströndum sem er komin að hruni. Það fær hann til þess að hugsa um heiminn og stöðu mannsins í honum. Útkoman er ferðalag um tíma og rúm, andlegt sem raunverulegt, í bók sem er engri annarri lík.
Hvernig það æxlaðist, að ég færi að taka yfir bæ ömmu minnar og afa hér á hjara veraldar, sem eru löngu dáin, er óþarfi að rekja í þaula. Það gerðist helst vegna þess að ég var sá eini sem sýndi áhuga og fór að laga þá parta sem bersýnilega voru að hrynja, ég fór að dútla við þetta í fráhvarfi mínu frá heiminum, það tengdi mig við heiminn.
Bergsveinn Birgisson skrifar bréf til dóttur sinnar, og rifjar upp hugmyndir manna í fortíðinni um hvernig best sé að haga lífinu, um leið og hann tekst á við hin daglegu verkefni við endursmíð hlöðunnar, og freistar þess sömuleiðis að horfa til framtíðar. Þá fléttast Strandamenn, lífs og liðnir, inn í frásögnina, sumir koma í heimsókn en aðrir rétta hjálparhönd.
Bergsveinn Birgisson er einn vinsælasti og virtasti rithöfundur landsins og bækur hans koma út um allan heim. Meðal þeirra má nefna verðlaunabækurnar Leitin að svarta víkingnum, Þormóður Torfason, Landslag er aldrei asnalegt og Svar við bréfi Helgu.

Ef ég væri birkitré
4.590 kr.Hildur Hákonardóttir vefur hér saman persónulegar hugleiðingar, náttúrufræði og listræna sýn á birkið sem hefur mótað íslenskt landslag og menningu allt frá landnámi. Með næmu auga listamannsins og virðingu fyrir náttúrunni leiðir hún lesandann inn í heim þar sem mörk manns og náttúru eru óljós.
Þetta er bók fyrir þá sem þrá að tengjast náttúrunni á nýjan hátt og finna innblástur með því að ímynda sér: Hvað ef ég væri birkitré?

Vöggudýrabær
1.490 kr.Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem voru vistuð þar framan af barnæskunni.
Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.
Hóras prins af Hákoti
4.390 kr.Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu og er um tíma formaður 17. nefndar Reykjavíkurborgar og síðar forsætisráðherra en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Hóras prins af Hákoti er drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

Áttaskil – Ljóð og lausavísur
4.890 kr.Hér birtast ljóð og lausavísur úr fórum skáldsins og kvæðakonunnar góðkunnu, en þar eru náttúruljóð í fyrirrúmi þótt ýmislegt annað komi við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.


Brimurð
4.390 kr.Brimurð er áttunda bók höfundar. Ástvinamissir er ávallt sár, hvort heldur sá sem hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa.
Brimurð er tileinkuð öllum dýravinum og eigendum þeirra, dýrunum, sem auðga lífið jafnt að fegurð, dýpt og gleði.
„Með síðustu tveimur ljóðabókum sínum, Varurð og Einurð, hefur Draumey Aradóttir markað sér bás meðal áhugaverðustu ljóðskálda á Íslandi.“
Soffía Auður Birgisdóttir
Varurð
3.790 kr.Varurð er sjötta bók höfundar. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst lesendum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans; allt frá upptökum hans að óumflýjanlegum átökunum við hann. Nestuð áræði, einlægni og varurð er áfangastaðurinn langþráð frelsið, friðurinn og fögnuðurinn sem bíður þeirra sem fletta af sér öllu því sem þeir töldu sig vera og kasta sér kviknaktir út í ógnvekjandi eldskírnina.

Einurð
3.790 kr.Einurð er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á viðkvæmasta skeiði hans – í móðurlífinu. Lokaljóð bókarinnar, sem er í senn meginstef og niðurstaða verksins, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka 2023.


Milli trjánna
4.890 kr.Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Í kjölfarið hafa verk hans verið þýdd og gefin út víða um lönd og njóta vaxandi vinsælda og virðingar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Suðurglugginn
4.890 kr.Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Þessi útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Tímaskjól
4.890 kr.Þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar evrópskra samtímabókmennta. Bókin kom fyrst út í Búlgaríu 2020 og hefur síðan sópað til sín fjölda verðlauna, en þar ber hæst Alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2023. Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson þýddu úr búlgörsku.

Billy Budd, sjóliði
4.990 kr.Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Billy Budd var síðasta stórvirki bandaríska rithöfundarins Hermans Melville sem skrifaði eina frægustu skáldsögu heimsbókmenntanna, Moby Dick. Bókin kom fyrst út að höfundinum látnum árið 1924 og kemur nú í fyrsta sinn fyrir sjónir íslenskra lesenda hundrað árum síðar. Baldur Gunnarsson íslenskaði.
Herman Melville (1819–1891) fæddist í New York. Eftir lát föður síns hætti hann í skóla og vann ýmis störf uns hann fór á sjóinn nítján ára gamall. Á næstu árum lenti hann í mörgum ævintýrum á hvalveiðiskipi í suðurhöfum sem hann lýsti í bókum sínum, svo sem Typee, Omoo, White-Fang, The Confidence-Man og stórvirkinu Moby Dick. Hann sinnti ýmsum störfum meðfram ritstörfunum, lengst af sem tollvörður í New York.
Baldur Gunnarsson er cand.mag. í ensku og enskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og MA í bandarískum bókmenntum frá State University of New York at Stony Brook. Baldur kenndi klassískar bókmenntir um árabil við Háskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna og ljóðasafn.

Með minnið á heilanum
4.490 kr.Hvernig sér lítil sveitastelpa á árunum kringum 1960 veröldina sína ? Í þessari bók leyfir Þórhildur Ólafsdóttir, rithöfundur og þýðandi, barninu sem hún var að fá orðið, segja frá fólki, dýrum, húsum og náttúru í fjarlægum heimi. Barnið horfir á, drekkur í sig myndir, atburði, orð og sögur sem móta það fyrir lífstíð. Skynjunin birtist milliliðalaust og frásagnirnar ná að fanga almennan veruleika sem nær langt út fyrir stað og stund frásagnanna.
Með minnið á heilanum er óvenjuleg minningabók. Minnið er hverfult og tilviljanakennt enda leitast höfundur alls ekki við að finna eitthvað sem kalla mætti sannleika. Með hjálp barnsins er frekar reynt að uppgötva og nálgast, draga litlu stelpuna og nærumhverfi hennar upp úr hjúpi gleymskunnar sem endanlega mun hylja allt.
Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir lauk doktorsprófi í frönskum bókmenntum við Háskólann í Orléans í Frakklandi árið 1982. Hún var lektor og síðar dósent í frönsku við Háskóla Íslands í nokkur ár. Frá árinu 1988 hefur hún verið búsett í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún starfaði við Evrópuráðið í aldarfjórðung.

Atvik – á ferð um ævina
4.490 kr.Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills. Og nú, þegar hann er kominn hátt á níræðisaldur, hefur hann loks látið verða af því að festa á blað eftirtektarverð atvik – á ferð um ævina í þessari þokkafullu minningabók.
Njörður P. Njarðvík (1936–) er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá fjölda bóka – ljóð, skáldsögur, barnabækur, ævisögur, kennslubækur og fræðirit – auk þýðinga. Njörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf.

