
Klingsor
4.690 kr.Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun.
Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju Torgnys Lindgrens þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Og enn gefst kostur á sagnaheimi þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.
Heimir Pálsson íslenskaði.
Torgny Lindgren var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.
Klingsor er fjórða skáldsagan eftir Torgny Lindgren sem Ugla hefur gefið út í öndvegisþýðingum Heimis Pálssonar. Hinar eru: Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés.
