• Kría siglir um Suðurhöf

    Kría siglir um Suðurhöf

    Kría siglir um Suðurhöf er einstök ferðasaga. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökulsdóttir sigldu skútu sinni Kríu frá Panamaskurðinum til Ástralíu, og voru ár á leiðinni. Á þessum tíma upplifðu þau ómælisvíðáttu Kyrrahafsins, sigldu vikum saman án þess að sjá annað en himin og haf, en höfðu líka viðkomu á ótal eyjum frá Galapagos til Fídji. Þorbjörn og Unnur voru samvistum við risaskjaldbökur og freygátufugla, höfðu félagsskap af höfrungum, selum og hákörlum, en kynntust líka merkilegri menningu frumbyggja og misvitrum nýlenduherrum. Þennan heim opna þau lesendum sínum í þessari heillandi bók, sem prýdd er fjölda litmynda úr ferðinni.

    Kría siglir um Suðurhöf er sjálfstætt framhald bókarinnar Kjölfar Kríunnar sem út kom fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Kjölfar kríunnar

    Kjölfar kríunnar

    Undir íslensku flaggi um heimsins höf

    Saga um siglingar og skútulíf, langferð um heimsins höf, ævintýri á ókunnum slóðum, líf með framandi þjóðum – saga um draum sem rættist.

    Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon ákváðu að láta draum sinn verða að veruleika. Þau smíðuðu sér skútuna Kríu, og sigldu á henni um heimsins höf. Ferð sinni lýsa þau í þessari einstöku bók, sem prýdd er fjölda litmynda.

    „Ferðasaga Unnar og Þorbjörns er ævintýri frá upphafi til enda. Hún er skemmti- lega skrifuð, stíllinn er þróttmikill og lifandi. Ef bækur hafa takt þá hefur þessi léttan og lifandi takt sem lætur hugann dansa en fyllir hann um leið af hugsunum og fróð- leik um fjarlægar slóðir og hluti sem maður hefur aldrei heyrt um.“
    Bjarni Brynjólfsson í Mannlífi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu