• Satýrikon

    Satýrikon

    Satýrikon af mörgum talin fyrsta skáldsaga heimsins, rituð á latínu á árunum 50-60 e.Kr. Talið er að Gajus (Títus) Petróníus, einn af hirðmönnum Nerós keisara, hafi ritað söguna sem nú er varðveitt í brotum. Alvara og gamansemi togast á í litríkum og ísmeygilegum lýsingum á háum og lágum í þessu meistaralega bókmenntaverki.

    Sagan segir frá flakki félaganna Enkolpíusar og Askýltosar um íburðarmikla veislusali og aumustu hreysi Rómverja. Hún er heillandi vitnisburður um hinn forna rómverska heim, um ástríður og afbrýði, græðgi og grimmd, spillingu og göfgi.

    Satýrikon hefur vakið ýmsum miklum listamönnum innblástur og nægir þar að nefna samnefnda kvikmynd Federicos Fellinis og skáldverkið Petrolio eftir Pier Paolo Pasolini.

    Satýrikon birtist hér í þýðingu Erlings E. Halldórssonar sem einnig ritar eftirmála. Margir minnast snilldarþýðingar hans á skáldverkinu Gargantúi og Pantagrúll eftir François Rabelais, en fyrir þá þýðingu hlaut Erlingur verðlaun frönsku akademíunnar, Le Grand Prix de l’Académie Française.

    2.990 kr.
    Setja í körfu