
Æskumynd listamannsins
3.990 kr.ÆSKUMYND LISTAMANNSINS kom fyrst út árið 1916 og er persónulegasta verk James Joyce. Bókin sem sumir gagnrýnendur hafa nefnt mögnuðustu æskulýsingu heimsbókmenntanna greinir frá uppvexti drengs í hinu rammkaþólska Írlandi, þjáningum hans í forstokkuðu skólakerfi, unglingsárum með tilheyrandi sektarkennd og ástarfýsn, baráttu hans við að brjótast undan hömlum umhverfisins, finna sjálfan sig og komast burt. „Skáldsagan er ákæruskjal,“ segir Sigurður A. Magnússon í formála sínum að verkinu, „sem beinist jafnt gegn rómversk-kaþólsku kirkjunni og fósturjörðinni.“
Sigurður A. Magnússon hefur þegar unnið það þrekvirki að þýða á íslensku Ulysses – Ódysseif – eftir James Joyce, margslungnustu skáldsögu 20. aldar og kom sú þýðing út á árunum 1992-3, en áður hafði smásagnasafnið Í Dyflinni komið út í íslenskri þýðingu Sigurðar árið 1982.
