
Loforðið
4.690 kr.Ásta og Eyvör. Eyvör og Ásta. Þær voru alltaf saman. Þær voru óaðskiljanlegar og ef einhver nefndi nafn annarrar fylgdi hitt iðulega á eftir. Svona hefur þetta alltaf verið en nú er það búið. Eyvör er farin. Hún er dáin og samt var hún bara nýorðin tólf ára.
Loforðið var valin besta sagan í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Að mati dómnefndar lýsir hún á einstæðan hátt þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára gamalli stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum, og síðast en ekki síst litla skrýtna lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við. Loforðið er áhrifarík og spennandi saga sem lætur engan ósnortinn.
