• Staðreyndirnar

    Staðreyndirnar

    Við erum ekki á leiðinni í neitt 1984-dæmi, skilurðu. Við erum ekki að fara að banna fólki að segja eitt né neitt. Og við ætlum ekki að fara að þurrka út allar óþægilegar staðreyndir, breyta sögunni jafnóðum og einhverjir hagsmunir krefjast þess.

    Eftir hneykslið með hjartað er úti um framtíð Steins í stjórnmálum. Honum er því boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu. Verkefnið lofar góðu þar til háskólanemi ber upp eldfima spurningu við vélina um áhrif nasisma á stjórnarfar á Íslandi.

    Staðreyndirnar er hárbeitt satíra um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.

    8.690 kr.
    Setja í körfu
  • Tugthúsið

    Tugthúsið

    Sumarið 1757 báðu sýslumenn um leyfi til að hengja landsins lausgangara en var í staðinn gert að reisa tugthús. Næstu hálfu öld hírðust konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól fyrir margvísleg brot við hörmulegar aðstæður. Löngu síðar hefur húsið virðulegra hlutverk en yfir því er enn ekki ró. Getur hugsast að ónotin í húsinu stafi af óeirð einhvers sem þar dvaldi og dó? Tugthúsið eftir Hauk Má Helgason er áhrifamikil skáldsaga sem varpar nýju ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta átjándu aldar, aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með örlög þeirra.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Svavar Pétur & 20. öldin
  • Ó – um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru
  • Rispa jeppa

    Rispa jeppa

    1.490 kr.
    Setja í körfu