Availability: Á lager

Kvæði 87

Höfundur: Kristján Karlsson
SKU: SKLD0KV87

1.490 kr.

„SKÁLDI, sem ræktað hefur auðkennilegan persónulegan stíl og með honum fágaða tækni til að miðla öðrum heimssýn sinni og sköpunarþörf, eru ýmsar leiðir opnar, kjósi það á annað borð að hlýða fyrirmælum skáldagyðjunnar áfram og láta ekki staðar numið í endurtekningunni. Vissulega má deila um það hvenær ef nokkurn tíma tiltekið skáld standi frammi fyrir þessu átakamikla og oft á tíðum ósjálfráða uppgjöri við sjálft sig og listina, og reyndar hafa skriflegar vangaveltur af þessu tagi orðið eins konar atvinnugrein í ýmsum stærri menningarsamfélögum.

Einmitt í þessum sporum, þó að honum hafi ef til vill ekki verið það fyllilega ljóst, stóð Kristján Karlsson að loknu öndvegisverki sínu, New York. Verk hans voru orðin svo flókin og samtvinnuð þar sem hvert kvæði vitnaði til annarra á ótal vegu að hann var kominn að ystu mörkum almenns skilnings og átti á hættu að útiloka allt nema eigin hugarheim frá veröld kvæðanna einmitt vegna þess hve stórtæk og djúp skynjun hans var orðin. Nokkur kvæðanna í New York höfðu þegar birst sem sjálfstæðar nærmyndir í bók frá 1981 og hinn mikli bálkur um stórborgina var ekki annað en eðlileg útlistun og víkkun kjarnans. En varla voru menn búnir að átta sig á efnistökum skáldsins þegar út var komið annað safn, Kvæði 84, sem virðist að minnsta kosti fljótt á litið marka þáttaskil á skáldferli Kristjáns.“

„Hvert einasta atriði þeirra [kvæðanna] krefst þess af lesandanum, að hann byrji aftur og endurskoði verkin í heild og launar honum með nýrri innsýn. Fá skáld á okkar tímum, á Íslandi og þótt víða væri leitað, hafa slíka kosti til brunns að bera.“
Bernard Scudder
(Úr ritdómi í Skírni og ritgerð í Morgunblaðinu).

Ofanskráð ummæli snerta vissulega kjarna málsins og eru jafnframt gott sýnishorn úr margvíslegum lofsamlegum dómum sem skáldskapur Kristjáns Karlssonar hefur hlotið.

Sú nýja bók sem nú birtist mun trúlega verða talin rökrétt framhald af Kvæðum 84, en á hinu er enginn vafi að hún markar ennþá ný þáttaskil í ljóðagerð höfundarins.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

1987

Tungumál

Form

Innbundin

Ástand

notuð