Availability: Á lager

Ofvitinn

SKU: SKLD0OFV-K

990 kr.

Þey, þey! Fótatak upp stigann. Hver? Vill hún strax fara að byrja á dönskutímunum? Það er barið. Hrekk við.
Kom!
Og inn í herbergið kemur hávaxin stúlka, dökkhærð, hrokkinhærð, ívið kinnbeinahá, rjóð í andliti, fersk og sælleg, hvítar tennur, drifhvítar hendur, sindrandi eldsveipur í mynd hreinnar meyjar. Hún gengur einörðum skrefum inn gólfið og segir í dálítið háum ögrandi tón: Gott kvöld! Og um leið skýtur hún á móti mér tinnudökkum, leiftrandi augum. Guð í hæstum hæðum! Þvílíkt augnaráð! Þvílíkt líf í þessu andliti! Sú er nú ekki alveg laus við að hafa svolítið af sál. Hún hlýtur að hafa afar mikið vit á skáldskap. Skyldi hún vera með Millilandafrumvarpinu?

Haustið 1909 hóf Þórbergur Þórðarson nám við Kennaraskólann. Lærifeðurnir ollu honum sárum vonbrigðum og reyndust ófærir um að leysa lífsgátuna. Þórbergur bjó í Bergshúsi á Skólavörðustíg við sult og seyru, en hélt huganum heiðum og leit til stjarna á síðkvöldum. Námi sínu, félögum í Bergshúsi, skáldagrillum, stúkustandi, fyrstu ástinni og þorpslífinu í Reykjavík þessara ára lýsir Þórbergur snilldarlega í Ofvitanum, sem er ein ástsælasta bók hans.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2001

Tungumál

Form

Kilja

Ástand

notuð