Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
9.390 kr.
Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær eitthvert raunverulegt val í lífinu? Og hvað með ástina?
Þetta fróðlega og aðgengilega skrifaða sagnfræðirit byggir á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni þar sem sjónum er bæði beint að einstökum konum og samfélaginu öllu. Í aðalhlutverki er einstætt safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.
Bréf Thoru veita einstæða og heillandi innsýn í líf skarpgreindrar konu með stóra drauma sem hún fékk ekki tækifæri til að láta rætast fyrr en á miðjum aldri, eftir að hún var búin að rækja skyldur sínar við stórfjölskylduna. Einnig bregða skrif hennar upp ljóslifandi mynd af hálfdanska smábænum Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 1900, þar sem betri borgararnir drukku chocolade og champagne, brugðu sér á skauta á Tjörninni og tipluðu á spariskónum yfir moldarflagið fyrir framan nýbyggt Alþingishúsið.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
