Útgáfuhóf: Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson

Útgáfuhóf: Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson


22. október 2025

Í tilefni útkomu skáldsögunnar Frumbyrjur eftir Dag Hjartarson er efnt til útgáfuhófs í Skáldu bókabúð miðvikudaginn 22. október, kl. 17.
Höfundur kynnir bókina, les upp og áritar eintök. Léttar veitingar verða í boði og vitanlega verður bókin á sérstöku útgáfutilboði.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Um Frumbyrjur:
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.
Um höfundinn:
Frumbyrjur er fimmta skáldsaga Dags Hjartarsonar, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ljósagang (2022) og einróma lof fyrir Sporðdreka (2024). Hann hefur einnig sent frá sér smásögur og ljóð og unnið til ýmissa verðlauna fyrir skrif sín.
Skálda
Vesturgata 10a
Reykjavík, 101

Lesa meira

Sjá alla viðburði