Availability: Á lager

Kjarvalskver

SKU: SKLD0KJAKVE

1.990 kr.

Þessi bók geymir í einu lagi viðtöl Matthíasar Johannessens við Jóhannes Kjarval, bæði þau, sem birzt hafa áður og einnig önnur, sem ekki hafa fyrr komið á prent, auk áhrifamikils lokaþáttar frá hendi Matthíasar. Viðtölin eru svo merkileg heimild um einhvern mesta og frumlegasta persónuleika þjóðarinnar, að sjálfsagt má þykja, að þau séu til á einum stað, enda mun lesandi fljótt finna innra samhengi þeirra og listræna stígandi.

Allar heimildir um Jóhannes Kjarval eru og verða mikils virði. Og þótt Matthías Johannessen sé viðurkenndur snillingur að gera viðtöl við hina ólíkustu menn, er óvíst, að honum hafi nokkurn tíma tekizt betur en hér. Samband hans og Kjarvals er náið og skemmtilegt. Eitt er víst, að það myndi á fárra valdi að festa hugmyndaflug og leik Kjarvals jafn-trúverðuglega á blað og hér er gert. Í þessum viðtölum heyrist umfram allt rödd listamannsins sjálfs ósvikin, sterk og margbreytileg. Hún tekur yfir ótrúlega vítt svið milli ólíkindaleiks og trúnaðar, milli ævintýralegs gamans og djúprar alvöru.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

1968

Tungumál

Kápuhönnun

Form

Innbundin

Ástand

notuð