Skalda-Gluggamerking (1)

Samfélag bókaorma og lestrarhesta

Skálda er lítil, óháð og sjálfstæð bókabúð í Reykjavík sem var opnuð 28. september árið 2024. Markmið Skáldu er að að auðga bókaflóruna í borginni með sérvöldu úrvali íslenskra og erlendra bóka. Í Skáldu er hægt að nálgast heitustu titlana að utan, nýjustu íslensku bækurnar ásamt sígildum verkum. Jafnframt selur Skálda notaðar bækur með það að leiðarljósi að koma rykföllnum bókum úr hillum í hendur nýrra lesenda.

Skálda hefur frá opnun leitast við að vera þátttakandi í öflugu bókmenntalífi Reykjavíkur með upplestrum, útgáfuhófum og öðrum viðburðum. Skálda er hlýleg og notaleg bókabúð þar sem gestir geta skoðað bækur og skrafað um þær í skapandi umhverfi. Skálda er meira en bara bókabúð, hún er samfélag bókaorma og lestrarhesta.

Í janúar 2025 var Skálda valin besta bókabúð í Reykjavík af tímaritinu Reykjavík Grapevine eftir aðeins fjóra mánuði rekstri. Í júlí sama ár var mælt með heimsókn í Skáldu í grein í New York Times. Það má því með sanni segja að Skálda hafi komið með krafti inn í íslenskt bókmenntalíf.