Availability: Á lager

Rauði krossinn á Íslandi: 100 ára saga

SKU: SKLD0RAUD

3.990 kr.

Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður árið 1924. Hugsun stofnendanna var að bæta úr brýnni þörf í íslensku samfélagi fyrir betri og faglegri heilbrigðisþjónustu. Á þeirri öld sem Rauði krossinn hefur starfað á Íslandi hefur hann haft grundvallaráhrif á þróun samfélagsins og viðhorf almennings til aðstoðar við þá sem eru í neyð og vanda, hvar á jörðinni sem þeir búa.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur í þessari veglegu og ríkulega myndskreyttu bók sögu Rauða krossins í heila öld og bregður upp margrbrotinni mynd af fjöldahreyfingu sem lætur sér fátt óviðkomandi. Bókin er um leið virðingarvottur við þær þúsundir sem í áranna rás hafa ljáð félaginu krafta sína með óeigingjörnu sjálfboðastarfi og þannig stuðlað að bættu samfélagi.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2024

Tungumál

Form

Innbundin

Ástand

notuð