Availability: Á lager

Kóperníka

SKU: SKLD0KOP

1.290 kr.

Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og sýfilisfaraldur geisar. Börn í borginni hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir á Konunglega spítalanum, er rekinn frá störfum sínum og fært það í hendur að rannsaka lát besta vinar síns. En er nokkur niðurstaða í augsýn?

Kóperníkus einsetur sér að komast til botns í málinu og fylgist grannt með háttum samstarfsmanna sinna á spítalanum, sem hann grunar að séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Lík eru grafin upp úr Assistens-kirkjugarði eftir því sem þau hrannast upp á krufningaborðinu, og svo er ástin sem enginn má hugsa um þar til niðurstaða finnst. Á endanum getur Kóperníkus fáu treyst nema eigin innsæi. 

Sölvi Björn Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Seltu. Kóperníka er sú sjöunda í röðinni og hafa bækur hans hvort tveggja hlotið innlenda og alþjóðlega viðurkenningu.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2021

Form

Innbundin

Ástand

notuð