Availability: Á lager

Ru

Höfundur: Kim Thúy
SKU: SKLD0RU

990 kr.

Á frönsku þýðir orðið ru lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar.

Árið er 1968 og stríð geisar í Víetnam. Fjöldi fólks freistar þess að flýja land í von um betra líf. Þar á meðal er ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon, með viðkomu í malasískum flóttamannabúðum, alla leið til Kanada. Þar verður hún bátaflóttamaður í smábæ og þarf að laga sig að nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli.

Inn í söguna fléttast örlög fleiri Víetnama, í Saigon og í Kanada, bæði á stríðs- og friðartímum.

Höfundurinn, Kim Thúy, var líkt og sögupersóna verksins ein af „bátafólkinu“ svonefnda og er meðal frægustu höfunda Kanada í dag. Ru hefur verið þýdd á fjölda tungumála og unnið til margra verðlauna.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2022

Þýðandi

Tungumál

Kápuhönnun

Form

Kilja

Ástand

notuð