Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1993 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |
3.990 kr.
Gargantúi og Pantagrúll er eitt þekktasta skáldverk sem ritað hefur verið á franska tungu fyrr og síðar. Þetta er flokkur fimm skemmtisagna eftir munkinn, lækninn, húmoristann og mannvininn François Rabelais (1484-1553), en fyrir þetta verk hefur Rabelais löngum verið settur á stall með klassískum höfundum á borð við Shakespeare, Dante og Cervantes. Hugmyndaflugið og frásagnargleðin er slík að lesandinn sogast inn í frásögnina og lendir með persónunum í ótrúlegustu ævintýrum, tekur þátt í spaklegum vangaveltum um aðskiljanlegustu málefni og skemmtir sér konunglega. Hann kynnist þar fjölda skrautlegra persóna, m.a. risahjónunum Grandgussa og Gargamelu og syni þeirra, átvaglinu Pantagrúl, raunum Panúrgs í kvennamálum og ferðalögum hans til furðulegra staða. En að baki glettninni býr þekking, viska og snörp ádeila höfundar sem var fjölfróðari en flestir samtímamenn hans. Ádeila hans á valdapot, menntasnobb, vanahugsun og helgislepju hverskonar kom illa við kaunin á samtímamönnum hans, einkum valda- mönnum kóngs og kirkju. Allar götur síðan hafa menn skipst í tvö horn í afstöðunni til verka Rabelais. Enda eru verk hans háskaleg fyrir þá sem ekkert skopskyn hafa. Fyrir alla aðra eru þau veisla.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1993 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |