Availability: Á lager

Ég var nóttin

SKU: SKLD0EGVAR

990 kr.

Ungur laganemi leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni. Smám saman áttar stúdentinn sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð.

Eftir alllangt hlé sendir Einar Örn Gunnarsson nú frá sér nýja skáldsögu, Ég var nóttin. Sagan er frásögn ungs laganema sem leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum í Reykjavík árið 1985. Húsið var á sínum tíma með fallegustu glæsihýsum borgarinnar en er nú í niðurníðslu. Leigusalarnir eru roskin hjón, undarleg í háttum og lifa í fortíðinni og draumórum sínum. Sögumaður er varaður við hjónunum en smám saman aukast samskipti pilts við þau. Með tímanum fer hann að átta sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð. Þessi saga styðst við Næðing, skáldsögu höfundar frá árinu 1990.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2022

Tungumál

Form

Kilja

Ástand

notuð