Availability: Á lager

Feigðarflan

SKU: SKLD0FEI

1.290 kr.

Skáldið Egill Grímsson hefur tekið ákvörðun um að stytta sér aldur. Framkvæmdin vefst þó fyrir honum og í leit að stund og stað ferðast hann á tveimur sólarhringum um líf sitt, land og íslenska samtímamenningu. Yfir öllu vokir kynleg feigð, eins og sveitir jafnt sem sjávarpláss riði til falls, og á köflum er engu líkara en íslenska þjóðin sé vegalaus eftir valdatöku jeppakynslóðarinnar.

Um þetta hrikalega landslag, sem þó er fullt af litríku fólki og spaugilegum uppákomum, ferðast lesandinn með laskaðan áttavita söguhetjunnar sér til halds og trausts.

Rúnar Helgi Vignisson hefur hér skrifað gráglettna sögu um grafalvarlegt málefni. En á meðan lesandinn veltir fyrir sér hvort hann eigi að hlæja eða gráta með persónum sögunnar, er eins víst að með honum vakni ýmsar spurningar um drifkraft manneskjunnar, um böndin á milli okkar og um sjálfa lífsgleðina.

Feigðarflan er tileinkað öllum þeim sem ekki eiga jeppa.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2005

Form

Innbundin

Ástand

notuð