Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
Verið velkomin í nýja vefverslun Skáldu! Allir nýir viðskiptavinir fá 10% afslátt af fyrstu pöntun með kóðanum „fyrstapontun“. Loka
4.990 kr.
Frænkurnar Sóley og Fífa eru bestu vinkonur en búa í sitthvorum landshlutanum. Það er því alltaf mikil eftirvænting þegar þær hittast. Í bókinni segir frá vináttu þeirra, fallegum samskiptum, fuglum, blómum, náttúrunni og auðvitað berjunum! „Sóley og Fífa fara í berjamó“ er fyrsta sagan í nýjum bókaflokki um þessar lífsglöðu og forvitnu frænkur.
Höfundurinn, Þorbjörg Sandra Bakke, hefur starfað í umhverfismálum í nær tvo áratugi og stígur hér sín fyrstu skref sem mynd- og rithöfundur. Hún er með menntun í stjórnmálafræði, náttúrufræði og siðfræði og leggur áherslu á að tvinna saman jákvæðar hliðar þessara fagsviða í lífi og starfi.
Í bók sinni Sóley og Fífa fara í berjamó byggir hún á þessum grunni. Velur að draga fram falleg mannleg samskipti og umhyggju fyrir náttúru og umhverfi. Bókin er að sama skapi byggð á æskuminningum frá uppvaxtarárum höfundar þegar hún varði sumrum sínum í sveit í Svarfaðardal. Hún nýtir sér minningar af frænkum og vinkonum, ömmum, öfum og fleira uppáhalds samferðafólki til að skapa þessar yndislegu persónur sem sagan hverfist um.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
