Availability: Á lager

Í túninu heima

SKU: SKLD0ITUN75

1.290 kr.

„Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og er nú ekki lengur til,“ segir Halldór Laxness í þessari minningasögu. Reyndar hefst sagan á Laugaveginum, sem enn stendur í blóma. Þar fæddist höfundurinn og þaðan eru hans fyrstu minningar. En Laxnestúnið er ímynd liðins heims, sem að vísu sér hindrunarlaust gegnum aftur í fornöld, aftur fyrir tímann, en er þó fyrst og fremst hinn epíski, íslenzki sveitaheimur 19. aldar, sem ég fyrir mitt leyti þekki bjartastan úr bókum Páls Melsteðs, þó að þær eigi að heita þýðingar og gerast í útlöndum. Á mótum þessa heims og nútímans tekur frásögnin viðmiðanir sínar. Og vel á minnzt: það eru aðrar fráleitari leiðir til nokkurs skilnings á Halldóri yfirleitt en að líta á hann frá þessum vegamótum. Frásögninni lýkur, þegar „strákurinn í Laxnesi“ heldur á stað út í heim til Reykjavíkur að leggja stund á tónlist og myndlist. En áður en þessi umgjörð tíma og landafræði lokast, hefir Halldór farið með oss um allar jarðir í hugmyndaheimi sínum. Auk margra smágjörðra, ógleymanlegra mannlýsinga eru mér af einstökum atriðum hugstæðastar athugasemdir hans um höfunda og bókakost á þessum tíma. Sérstaklega langar mig að taka undir viðurkenningu hans á Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og lofsyrðum um þýðingarnar gömlu í vestanblöðunum.

Ef til vill ætti heldur að tala um mismunandi fjarlægðir frá sjónarmiði höfundar en tímatal í sambandi við þessa bók. Á einum stað í bókinni drepur Halldór á það, að öllu máli skipti að vanda smáatriðin í list, hið stóra sjái um sig. Það á við hér. Ég ætla að leyfa mér að bæta því við til athugunar við lestur þessarar bókar, að „réttar“ fjarlægðir séu annað skilyrði vissrar frásagnarlistar og að bókin staðfesti það. En leikur að fjarlægðum er, eins og vér þekkjum, eitt áhrifamikið höfundareinkenni Halldórs Laxness.

K. K.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfa

1. útgáfa

Útgáfuár

1975

Tungumál

Form

Innbundin

Ástand

notuð