Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1968 |
| Tungumál | |
| Form | Kilja |
| Ástand | notuð |
14.990 kr.
Dvergliljur er önnur ljóðabók Vilborgar.
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR yrkir af skáldlegum einfaldleik um hið eilífa í hversdagsleikanum, ástir manns og konu, veröld barnsins, sálarlíf mannsins í myndbreytingum ástríða og dægra. Málfar ljóða hennar er tært, form þeirra óþvingað, en hrynjandi þeirra og hugblær sver sig stundum í ætt við þjóðkvæði í fullu samræmi við yrkisefnin. En sú óbrenglaða tilfinning fyrir fegurð upprunalegs lífs, sem hún túlkar svo oft með sýn barnsins, á sér aðra hlið, því að hún skynjar líka varnarleysi þess. Og þess vegna yrkir hún stundum um pólitískan veruleika samtímans.
Ljóð hennar vekja sérstakt trúnaðartraust. Kannske er það fyrst og fremst af því, að lesandinn finnur að skáldkonan er ekki að túlka einangraða skáldlega reynslu, heldur að opna hug sinn allan. Hann trúir því ósjálfrátt, að hún skynji veruleikann alltaf eins og kvæðin lýsa honum.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1968 |
| Tungumál | |
| Form | Kilja |
| Ástand | notuð |