 - Vögguvísa990 kr.- Vögguvísa eftir Elías Mar kom fyrst út árið 1950 og er jafnan talin ein fyrsta Reykjavíkursagan. Bókin er einnig sú fyrsta sem gerir unglingamenningu eftirstríðsáranna að viðfangsefni sínu. - Bambínó, aðalpersóna sögunnar, lifir og hrærist í fjölda- og neyslumenningu undir bandarískum áhrifum kvikmynda, tónlistar, tísku og fleira. Þá fangar verkið tíðarandann og heim unglingsins vel þar sem líkt er eftir tungutaki þeirra. Höfundur lagðist í viðamikla rannsóknarvinnu á tungutaki reykvískra unglinga og safnaði saman helstu slangurorðum og orðasamböndum úr máli þeirra. - Safnið birtist í fyrsta sinn í heilu lagi á prenti í þessari útgáfu. Bókin er gefin út í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og var í brennidepli á lestrarhátíð í október 2012. 
