–
12. desember 2025
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Huldufólk, sem Froskur útgáfa gefur út, munu höfundarnir Fannar Gilbertsson og Gunnar Birgisson (í stuttri heimsókn frá Bandaríkjunum) árita bækur og heilsa upp gesti í Skáldu milli 17 0g 19. Léttar veitingar verða í boði. Allir eru velkomnir.
Huldufólk er myndasaga sem gerist á Ísland árið 2061, spennusaga með Mad Max keimi sem gerist í dystópískri framtíð eftir hrun þjóðfélagsins. Veður hefur snarversnað í kjölfar loftslagsbreytinga. Ríkisstjórnin stjórnar einungis litlum hluta landsins og glæpagengi ráða ríkjum hvarvetna. Eftir að þjófar stela óþekktum verðmætum frá stórfyrirtækjum neyða þeir ungan tæknimann, Ragnar Þorsteinsson, til að hjálpa sér að flýja frá Reykjavík. Þegar öryggisverðir elta þá uppi blandast Ragnar inn í baráttu upp á líf og dauða og gerir sér loks grein fyrir því hvað er í húfi.
Gunnar er höfundur sögunnar og Fannar teiknaði myndirnar.

