
Bakgrunnurinn
5.990 kr.Ljóðabókin Bakgrunnurinn fjallar um umbreytingaskeið í lífi einstaklingsins og náttúrunnar. Ljóðin lýsa því sem við hverfum frá, skiljum eftir okkur og um leið því sem er væntanlegt. Ljóðin fjalla um árstíðaskiptin, persónulegan og almennan missi. Þau fást við dauðleika okkar, glötuð tækifæri, ástina, tengslalöngun okkar og tengslaskort, vorið sem kemur og fer en snýr þó aftur í ljóðunum.

Jörð / Earth
9.290 kr.Bryndís Jónsdóttir sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hún horfir til táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk. Efniskenndin er áþreifanleg.

Eldri konur
4.590 kr.Ég hef alltaf verið rótlaus og vannærð. Þegar ég kynntist áfengi fannst mér eins og ég væri gróðursett í sólríkan lund. Tilveran fékk á sig fagurgulan blæ eins og horft væri gegnum litað gler. Allt varð bærilegra. Fljótlega fór ég þó út í harðara efni.
Efnið mitt gerir mig heila, fyllir mig krafti, lífi, fær mig til að engjast um af fráhvörfum og þráhyggju, lemja, slá, fær mig umsvifalaust til að steypa mér í glötun.
Efnið mitt er eldri konur.
Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.
Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.


Þrenna
5.190 kr.Bókin Þrenna samanstendur af bókunum Ár og sprænur; hulda ráðgátan, Ranimosk og Litlu sögurnar í hálfa samhenginu. Í bókunum koma meðal annars fram Penni Gúm, sem fann Penny Lane á You Tube, og Háloftamígur. Þar að auki er að finna prósa í hugleiðingaformi sem hverfast um vangaveltur höfundar um málefni líðandi stundar, texta sem ekki urðu að sjálfstæðum bókum ásamt endurminningum sem dansa á línu raunveruleika og skáldskapar.
Verk Einars Guðmundssonar tengjast framúrstefnuhreyfingum í myndlist fremur en því sem var efst á baugi í íslenskum bókmenntum. Sá tilraunaandi sem ríkir í verkum hans er vandfundinn í verkum annarra skáldsagnahöfunda. Eftir Einar liggja yfir 20 bækur, og eru margar þeirra orðnar efirsóttar meðal safnara. Meðal fyrri bóka Einars eru Harry the Caveman (1970), Lablaða hérgula (1975), Flóttinn til lífsins (1976) og Án titils (1978).
Bókin er gefin út í 300 tölusettum eintökum.

