• Stúlka með höfuð: Sjálfsævisaga

    Stúlka með höfuð: Sjálfsævisaga

    Hann kenndi mér að halda mig á mottunni um leið og hann gerði mig reiða svo mig langaði að slíta af mér hlekki. Þar er spennan. Það sem gerir lífið spennandi. Að syndga og slíta af sér hlekki og taka út refsinguna. Þessi línudans á línunni voðalegu, að vilja vera á mörkunum og teygja þau út svo heimurinn skáni. Að bögglast við að vera hamingjusamur í heimi þar sem næstum ekkert má.

    Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segir hér frá uppvexti sínum í Reykjavík rokksins og hippaáranna, þar sem erfiður skilnaður foreldranna varpaði skugga á gleðina, frá frjálsu stúdentalífi í Lundi og Mexíkó, kommúnum, ástmönnum og litríkum samferðamönnum. Opinská frásögnin er ofin trega og hamingju, léttleika og djúpum söknuði. Bókin er sjálfstætt framhald hinna marglofuðu Stúlku með fingur og Stúlku með maga, þar sem Þórunn notaði heimildir og skáldlega túlkun til að segja sögu móður sinnar og formæðra.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Duna - saga kvikmyndagerðarkonu

    Duna – saga kvikmyndagerðarkonu

    Guðný Halldórsdóttir er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar. Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi og Karlakórinn Hekla en einnig dramatískar myndir á borð við Ungfrúna góðu og Húsið og Veðramót, auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta.

    Sögukonan Duna hefur orðið í þessari bók. Hér segir frá geðstirðum þýskum kvikmynda-leikstjóra í of lítilli sundskýlu og femínískum tilraunum með kvikmyndamiðilinn á Langjökli. Metnaðarfullar vinkonur stofna Kvikmyndafélagið Umba, ráðningarsamningur er undir-ritaður aftan á leikaramynd af Brigitte Bardot og sænskur tökumaður ráfar um Flatey á Breiðafirði í leit að hverfispöbbnum. Hápólitísk áramótaskaup hrista rækilega upp í samfélagi sem er tregt til að horfast í augu við óþægilegan sannleika – en getur ekki annað en hlegið.

    Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu er eins og bíómynd eftir Guðnýju Halldórsdóttur: sprenghlægileg en dagsönn og heiðarleg. Kristín Svava Tómasdóttir er sagnfræðingur og rithöfundur. Guðrún Elsa Bragadóttir er lektor við kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Land næturinnar

    Land næturinnar

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Stúlka með maga: skáldættarsaga

    Stúlka með maga: skáldættarsaga

    „Svo kemur afsökun hans í víðari skilningi. Hann segir að hann eigi þetta máski skilið fyrir að vera að fikta við það sem honum hafi ekki komið við, en það sé nú svona, maður sé skapaður með þessari löngun eða nautn, sem er líka sterkasta aflið yfir manni af öllum nautnum, eða að minnsta kosti sé það þannig hjá honum.“

    Í Stúlku með maga fær tregi höfundar rödd Erlu Þórdísar Jónsdóttur. Í frásögn hennar lifna þau dánu, þegar ættarmein og leyndarmál koma úr glatkistunni. Dómur í yfirrétti, skipskaði, heimsstyrjaldir, afleiðingar sýfiliss og hversdagsleikinn blár af fjarlægð fléttast saman af skáldlegri hugkvæmni.

    Stúlka með maga – skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskápnum er sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur sem út kom 1999. Fyrir bókina hlaut höfundur Fjöruverðlaunin árið 2014.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Dáin heimsveldi

    Dáin heimsveldi

    Dag einn birtist á himni risavaxinn, svartur hlutur. Úkraínski geimfarinn Pi er fyrstur á vettvang og hverfur inn um dyr á hlið fyrirbærisins. Áratug síðar snýr hann aftur en er fámáll um reynslu sína.

    Við upphaf 22. aldar lifir fólk í fátækt eftir heimsstyrjaldir og hrun lífkerfa jarðarinnar. Íslenska þjóðin er varla til lengur nema sem hugmynd en við logndauðar strendur landsins lóna snekkjur og á hálendinu er geimlyfta sem flytur vörur í borgir ríka fólksins á braut um jörðu.

    Emil, lítt þekktur textamaður af íslenskum ættum, er útvalinn til að fara upp með lyftunni og taka viðtöl við Pi um það sem gerðist inni í fyrirbærinu. Verkið reynist vera snúið, ekkert er eins og það sýnist og í órafjarlægð frá jörðinni saknar hann Sögu, konu sinnar. Það eina sem hann vildi gera var að bjarga framtíð þeirra – en er það of seint?

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Að telja upp í milljón
  • Brúin yfir Tangagötuna